Lífið

Hannaðu eigin leiki

Í fyrsta skipti geta áhugasamir skapað eigin tölvuleiki án þess að standa í miklu veseni.
Í fyrsta skipti geta áhugasamir skapað eigin tölvuleiki án þess að standa í miklu veseni.

Út er komið forritið XNA Game Studio Express en það gerir sköpunarglöðum og snjöllum tölvuleikjaunnendum færi á að búa til sína eigin tölvuleiki á Xbox 360. Forritið notast á PC tölvu og byggir á Visual C 2005 Express Edition og Microsoft Compact Framework kerfunum.

Aldrei fyrr hefur jafn veglegt og vel útbúið kerfi til tölvuleikjaþróunar komið út, en forritið einfaldar tölvuleikjasköpun til muna. Notendur geta einnig gerst meðlimir í XNA Creators Club sem veitir þeim aðgang að ótæmandi upplýsingum, grafík, hugmyndum og gagnlegum tólum frá öðrum í sömu hugleiðingum, auðvitað gegn vægu gjaldi. Svo í nánustu framtíð má eiga von á yngra og efnilegra hæfileika fólki í heimi tölvuleikjagerðar en nokkru sinni áður. Hægt er að niðurhala forritinu á heimasíðu XNA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×