Selur munaðinn til styrktar fátækum 14. desember 2006 15:45 Einar Örn ætlar að losa sig við allan lúxus en peningarnir renna til góðgerðarmála í Suð-Austur Asíu. MYND/Hörður „Ég gerði þetta líka í fyrra og safnaði þá hálfri milljón fyrir fátæk lönd í Mið-Ameríku,“ segir Einar Örn Einarsson sem selur allan munað ofan af sér á vefsíðu sinni, eoe.is/uppboð. Sjónvarp, XBox og dvd-myndir eru meðal þess sem Einar býður lesendum sínum upp á á vægu verði en sökum þess hversu vel gekk í fyrra er úrvalið í ár aðeins minna. Einar segist hins vegar hafa fengið mikið af dóti hjá vinum og kunningjum sem væntanlega voru fegnir að losna við allan þann óþarfa munað sem leynist á heimilum landsins. Upphæðin sem safnast saman verður síðan varið til góðs málefnis en Einar fór til Suð-Austur Asíu í ár og upplifði fátæktina þar af eigin raun. Peningarnir verða því sendir til munaðarlausra barna í Kambódíu og Laos sem Einar segir að séu hvað verst stödd. Einar starfar í dag sem framkvæmdarstjóri veitingastaðarins Serrano en reynir að sinna áhugamáli sínu, ferðalögum, sem mest. „Ég á heilan helling af drasli sem ég nota aldrei og hvers vegna ekki að selja það frekar en að láta það safna ryki?“ segir hann og hlær. „Ég ferðast til að mynda mjög mikið vegna vinnunnar og þegar ég kom heim frá London einu sinni fengu nokkrir dvd-diskar að fljóta með,“ segir Einar. „Þegar ég setti þá uppí hillu áttaði ég mig á því að þar voru fyrir einir fimm diskar sem aldrei höfðu verið teknir úr plastinu,“ útskýrir hann og hlær. Pulp Fiction Er ein þeirra mynd sem eru til sölu hjá Einari. . Leikjavísir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
„Ég gerði þetta líka í fyrra og safnaði þá hálfri milljón fyrir fátæk lönd í Mið-Ameríku,“ segir Einar Örn Einarsson sem selur allan munað ofan af sér á vefsíðu sinni, eoe.is/uppboð. Sjónvarp, XBox og dvd-myndir eru meðal þess sem Einar býður lesendum sínum upp á á vægu verði en sökum þess hversu vel gekk í fyrra er úrvalið í ár aðeins minna. Einar segist hins vegar hafa fengið mikið af dóti hjá vinum og kunningjum sem væntanlega voru fegnir að losna við allan þann óþarfa munað sem leynist á heimilum landsins. Upphæðin sem safnast saman verður síðan varið til góðs málefnis en Einar fór til Suð-Austur Asíu í ár og upplifði fátæktina þar af eigin raun. Peningarnir verða því sendir til munaðarlausra barna í Kambódíu og Laos sem Einar segir að séu hvað verst stödd. Einar starfar í dag sem framkvæmdarstjóri veitingastaðarins Serrano en reynir að sinna áhugamáli sínu, ferðalögum, sem mest. „Ég á heilan helling af drasli sem ég nota aldrei og hvers vegna ekki að selja það frekar en að láta það safna ryki?“ segir hann og hlær. „Ég ferðast til að mynda mjög mikið vegna vinnunnar og þegar ég kom heim frá London einu sinni fengu nokkrir dvd-diskar að fljóta með,“ segir Einar. „Þegar ég setti þá uppí hillu áttaði ég mig á því að þar voru fyrir einir fimm diskar sem aldrei höfðu verið teknir úr plastinu,“ útskýrir hann og hlær. Pulp Fiction Er ein þeirra mynd sem eru til sölu hjá Einari. .
Leikjavísir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira