Günter Grass rétt sáttarhönd 13. desember 2006 12:45 Rithöfundurinn Grass Leynir á sér á listasviðinu. MYND/AP Rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Günter Grass opnaði nýverið myndlistarsýningu í Slésíska safninu (Schlesisches Museum) í Görlitz í Þýskalandi. Vefmiðill Deutsche Welle greinir frá því að sýning þessi verði mögulega til þess að lægja öldur þær sem risu í kjölfar útgáfu ævisögu Grass þar sem hann játaði meðal annars að hafa starfað með ungliðasveitum SS herdeildanna á sínum yngri árum. Grass lærði myndlist á árunum 1948-56 og hélt nokkrar sýningar. Hann myndskreytti sjálfur fyrstu ljóðabókina sína sem kom út árið 1956. Skáldsagan Blikktromman, sem kom út þremur árum síðar, færði honum heimsfrægð. Grass hafði ekki hátt um myndlistarhæfileika sína þótt hann gæfi þá aldrei upp á bátinn. „Ég teikna alltaf, jafnvel þegar ég er ekki að teikna því þá skrifa ég,“ er haft eftir höfundinum. Borgin Görlitz er við landamæri Þýskalands og Póllands. Systurborg hennar í næsta nágrenni heitir Zgorzelec og tilheyrir Póllandi en saman líta þær á sig sem eina heild. Forsvarsmenn borganna tilnefndu Grass til sérstakra verðlauna fyrir framlag hans til gagnkvæms skilnings milli þjóðanna tveggja en hann afþakkaði verðlaunin í kjölfar fjaðrafoksins sem ævisagan olli. Úthlutunarnefndin ákvað þó að afhenda ekki einhverjum öðrum verðlaunin heldur standa við tilnefningu Grass og ákváðu aðstandendur Slésíska safnsins jafnframt að standa við sitt og halda sýningu á verkum hans þrátt fyrir deilurnar. Sýningin verður opin til 4. febrúar 2007. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Günter Grass opnaði nýverið myndlistarsýningu í Slésíska safninu (Schlesisches Museum) í Görlitz í Þýskalandi. Vefmiðill Deutsche Welle greinir frá því að sýning þessi verði mögulega til þess að lægja öldur þær sem risu í kjölfar útgáfu ævisögu Grass þar sem hann játaði meðal annars að hafa starfað með ungliðasveitum SS herdeildanna á sínum yngri árum. Grass lærði myndlist á árunum 1948-56 og hélt nokkrar sýningar. Hann myndskreytti sjálfur fyrstu ljóðabókina sína sem kom út árið 1956. Skáldsagan Blikktromman, sem kom út þremur árum síðar, færði honum heimsfrægð. Grass hafði ekki hátt um myndlistarhæfileika sína þótt hann gæfi þá aldrei upp á bátinn. „Ég teikna alltaf, jafnvel þegar ég er ekki að teikna því þá skrifa ég,“ er haft eftir höfundinum. Borgin Görlitz er við landamæri Þýskalands og Póllands. Systurborg hennar í næsta nágrenni heitir Zgorzelec og tilheyrir Póllandi en saman líta þær á sig sem eina heild. Forsvarsmenn borganna tilnefndu Grass til sérstakra verðlauna fyrir framlag hans til gagnkvæms skilnings milli þjóðanna tveggja en hann afþakkaði verðlaunin í kjölfar fjaðrafoksins sem ævisagan olli. Úthlutunarnefndin ákvað þó að afhenda ekki einhverjum öðrum verðlaunin heldur standa við tilnefningu Grass og ákváðu aðstandendur Slésíska safnsins jafnframt að standa við sitt og halda sýningu á verkum hans þrátt fyrir deilurnar. Sýningin verður opin til 4. febrúar 2007.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira