Trúin á spurningarmerkið 13. desember 2006 17:30 Fantafín bók sem gefur fyrri verkum hans ekkert eftir. Stjörnur: 4 Ljóðið skín í skammdeginu á Fróni og nú sendir Einar Már frá sér bók sem gefur fyrri bókum hans ekkert eftir, ljóðum jafnt sem prósa. Fantagóð semsé. Djarfur, hvass, fyndinn og ögrandi - jafnt í orði sem erindi. Síbryðjandi vísdómsjaxl með djúpa rót í kvikunni. Róttækur tímalaus riddari efans: orðið er spurn, maðurinn er fangi, tíminn er blekking, fortíðin óland, nútíminn ratvillur, eilífðin eilíf spurning, „á tali hjá guði" (23). Engin merking er fyrir víst, hvorki orðs né æðis, ekkert er auðvitað, „ef kostirnir eru tveir, vel ég þann þriðja" (13). Lífið er þversögn og því óskiljanlegt án hennar, eins konar minningargrein um mann sem aldrei fæddist, „sannleikur sem aldrei segir satt" (49). Ef listin er svar við lífinu, hver var þá spurningin spyr skáldið og leitar svars í draumi sem aðeins rætist í draumi (29), í einsemd hverfulla vona (19) þar sem jafnvel dauðinn bjargar lífi (24) og trúleysið trúnni (63). Ansi haldlaus tilvera, því ef svarið (sannleikurinn) lýgur er sérhver spurning gildra og lygin jafnvel gild. Skáldið hamrar á þessari þverstæðu lífs og listar. Síbreytilegur ljóðmælandinn skiptir um sjónarhorn, fornafn, kennileiti og kyn að vild en jafnvel í líki fjallræðufjalls boðar hann að fullvissan sé staðlaus - og slær því helst ekki botn í ljóð utan opna því vídd út í óræða óvísa spurn. Krúsó í kórónafötum? sparkar í veruleikann (68), snýr honum um? Gott betur. Skáldinu svíður hræsni samfélagsins, sér inn í svarthol neyslunnar, þar glittir í grimm örlög - dauðinn hvarvetna nálægur og svikult að sofa hann af sér. Þá ber skáldi með gegnumlýsandi augu að gefa lesanda sínum leið þótt efi um algildi fylgi: eilífð gegn hraðbraut tímans, almáttur gegn alvísum dauða, ást gegn fánýti, frelsi gegn gaddavír valdsins, lýrík gegn lygi sögunnar, ljóð gegn einsemd og feigð. Ekki slæm skipti. Þá gerir Einar Már að venju gríðarlega kröfu til sjálfs sín að finna boðorði sínu orðfæri sem er því samboðið - enda magnar ljóð ekki seið í öðrum búningi. Til þeirra verka beitir hann ekki síst óvæntum (oft gagnstæðum) líkingum og myndhvörfum sem kollvarpa vanabundinni sýn lesandans og breyta inntaki tungumálsins, hefur hausaskipti á hlutverkum orða, skekkir vísvitandi fyrri vensl orðs og veruleika, eins konar rangfeðrun Orðsins (sbr frelsarann) og beitir því síðan í óbreyttu líki með umbreyttu hlutverki gegn upphaflegri ætlun (sjá t.d. Næturljóð, Rimlar hugans, Óbyggðir hugans, Tónar úr eldhúsi minninganna, Skógarljóð, Í vasa eilífðarinnar - allt frábær ljóð). Ég stytti mér leið framhjá dauðanum er stefnumót við stórskáld sem lesandinn skynjar að hefur fráleitt sagt sitt síðasta - bókin raunar svolítið eins og síspyrjandi undrabarn sem skákar þeim eldri í helgidómi orðsins en á þögnina enn inni þótt píslin sé að baki. Sigurður Hróarsson Einar Már Guðmundsson . Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ljóðið skín í skammdeginu á Fróni og nú sendir Einar Már frá sér bók sem gefur fyrri bókum hans ekkert eftir, ljóðum jafnt sem prósa. Fantagóð semsé. Djarfur, hvass, fyndinn og ögrandi - jafnt í orði sem erindi. Síbryðjandi vísdómsjaxl með djúpa rót í kvikunni. Róttækur tímalaus riddari efans: orðið er spurn, maðurinn er fangi, tíminn er blekking, fortíðin óland, nútíminn ratvillur, eilífðin eilíf spurning, „á tali hjá guði" (23). Engin merking er fyrir víst, hvorki orðs né æðis, ekkert er auðvitað, „ef kostirnir eru tveir, vel ég þann þriðja" (13). Lífið er þversögn og því óskiljanlegt án hennar, eins konar minningargrein um mann sem aldrei fæddist, „sannleikur sem aldrei segir satt" (49). Ef listin er svar við lífinu, hver var þá spurningin spyr skáldið og leitar svars í draumi sem aðeins rætist í draumi (29), í einsemd hverfulla vona (19) þar sem jafnvel dauðinn bjargar lífi (24) og trúleysið trúnni (63). Ansi haldlaus tilvera, því ef svarið (sannleikurinn) lýgur er sérhver spurning gildra og lygin jafnvel gild. Skáldið hamrar á þessari þverstæðu lífs og listar. Síbreytilegur ljóðmælandinn skiptir um sjónarhorn, fornafn, kennileiti og kyn að vild en jafnvel í líki fjallræðufjalls boðar hann að fullvissan sé staðlaus - og slær því helst ekki botn í ljóð utan opna því vídd út í óræða óvísa spurn. Krúsó í kórónafötum? sparkar í veruleikann (68), snýr honum um? Gott betur. Skáldinu svíður hræsni samfélagsins, sér inn í svarthol neyslunnar, þar glittir í grimm örlög - dauðinn hvarvetna nálægur og svikult að sofa hann af sér. Þá ber skáldi með gegnumlýsandi augu að gefa lesanda sínum leið þótt efi um algildi fylgi: eilífð gegn hraðbraut tímans, almáttur gegn alvísum dauða, ást gegn fánýti, frelsi gegn gaddavír valdsins, lýrík gegn lygi sögunnar, ljóð gegn einsemd og feigð. Ekki slæm skipti. Þá gerir Einar Már að venju gríðarlega kröfu til sjálfs sín að finna boðorði sínu orðfæri sem er því samboðið - enda magnar ljóð ekki seið í öðrum búningi. Til þeirra verka beitir hann ekki síst óvæntum (oft gagnstæðum) líkingum og myndhvörfum sem kollvarpa vanabundinni sýn lesandans og breyta inntaki tungumálsins, hefur hausaskipti á hlutverkum orða, skekkir vísvitandi fyrri vensl orðs og veruleika, eins konar rangfeðrun Orðsins (sbr frelsarann) og beitir því síðan í óbreyttu líki með umbreyttu hlutverki gegn upphaflegri ætlun (sjá t.d. Næturljóð, Rimlar hugans, Óbyggðir hugans, Tónar úr eldhúsi minninganna, Skógarljóð, Í vasa eilífðarinnar - allt frábær ljóð). Ég stytti mér leið framhjá dauðanum er stefnumót við stórskáld sem lesandinn skynjar að hefur fráleitt sagt sitt síðasta - bókin raunar svolítið eins og síspyrjandi undrabarn sem skákar þeim eldri í helgidómi orðsins en á þögnina enn inni þótt píslin sé að baki. Sigurður Hróarsson Einar Már Guðmundsson .
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið