Þýðingarnar reifaðar 12. desember 2006 08:00 Guðni Kolbeinsson þýðandi Ræðir ævintýrabækurnar um Eragon. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir gengst fyrir stuttri fyrirlestraröð um þýðingar nú fyrir jólin. Í dag halda þýðendurnir Guðni Kolbeinsson og Guðlaugur Bergmundsson erindi í Lögbergi, stofu 101. Guðni fjallar um þýðingu sína á ævintýrabókunum um Eragon en nýlega kom út önnur bókin, Öldungurinn, um þann mikla kappa. Höfundur bókanna, Christopher Paolini, hóf að skrifa bækur aðeins sautján ára gamall og hefur komið á óvart hversu þroskuð skrif hans eru. Þýðingar á barna- og unglingabókum eru ekki síður krefjandi og fáir sem státa af jafnmikilli reynslu í því og Guðni Kolbeinsson. Guðlaugur Bergmundsson þýddi sakamálasöguna Krossmessu eftir færeyska rithöfundinn Jógvan Isaksen. Í Krossmessu tekur blaðamaðurinn Hannis Martinsson að sér að rannsaka morð á tveimur ungum breskum umhverfisverndarsinnum sem fundust látnir innan um dauða grindhvali í Þórshöfn. Krossmessa er æsispennandi og vekur upp spurningar um stöðu smáríkja og rétt þeirra til að nýta náttúruauðlindir sínar á sjálfbæran hátt. Krossmessa var mest selda bókin í Færeyjum 2005. Guðlaugur skýrir frá viðureign sinni við þýðinguna og hvernig er að þýða af svo skyldu tungumáli sem færeyskan er. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 16.30 og eru öllum opnir. Áhugafólk um þýðingar er hvatt til þess að mæta. Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir gengst fyrir stuttri fyrirlestraröð um þýðingar nú fyrir jólin. Í dag halda þýðendurnir Guðni Kolbeinsson og Guðlaugur Bergmundsson erindi í Lögbergi, stofu 101. Guðni fjallar um þýðingu sína á ævintýrabókunum um Eragon en nýlega kom út önnur bókin, Öldungurinn, um þann mikla kappa. Höfundur bókanna, Christopher Paolini, hóf að skrifa bækur aðeins sautján ára gamall og hefur komið á óvart hversu þroskuð skrif hans eru. Þýðingar á barna- og unglingabókum eru ekki síður krefjandi og fáir sem státa af jafnmikilli reynslu í því og Guðni Kolbeinsson. Guðlaugur Bergmundsson þýddi sakamálasöguna Krossmessu eftir færeyska rithöfundinn Jógvan Isaksen. Í Krossmessu tekur blaðamaðurinn Hannis Martinsson að sér að rannsaka morð á tveimur ungum breskum umhverfisverndarsinnum sem fundust látnir innan um dauða grindhvali í Þórshöfn. Krossmessa er æsispennandi og vekur upp spurningar um stöðu smáríkja og rétt þeirra til að nýta náttúruauðlindir sínar á sjálfbæran hátt. Krossmessa var mest selda bókin í Færeyjum 2005. Guðlaugur skýrir frá viðureign sinni við þýðinguna og hvernig er að þýða af svo skyldu tungumáli sem færeyskan er. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 16.30 og eru öllum opnir. Áhugafólk um þýðingar er hvatt til þess að mæta.
Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira