Skopteiknari býður fórnarlömbum til veislu 3. desember 2006 15:30 Halldór Baldursson hefur slegið hressilega í gegn með skopmyndum sínum í Blaðinu og segir árið hafa verið gott hvað stórmál varðar en sér síður en svo fram á efnisþurrð. “Við erum búnir að grafa upp heilmörg netföng og reynum að koma boði til sem flestra,” segir skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sem stefnir að því að bjóða öllum sem koma við sögu í skopmyndabókinni 2006 í grófum dráttum í útgáfuteiti í vikunni. Halldór hefur vakið mikla athygli fyrir snarpa samfélagsrýni sem hann birtir í teikningum sínum í blaðinu Blaðinu. Teikningunum hefur hann nú safnað saman í bókinni sem kom út fyrir skömmu. Flestir sem eitthvað hefur kveðið að í þjóðmálaumræðunni síðustu mánuði skjóta upp kollinum í bókinni þannig að gestalisti Halldórs verður ekki af verri endanum og sem örfá dæmi má nefna Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Ólaf Ragnar Grímsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Silvíu Nótt. Halldór vonast til þess að sjá sem flesta og leggur áherslu á að hann sé ekki að gera grín að fólki með boðinu. “Ég verð að sjálfsögðu fyrir miklum vonbrigðum ef þetta fólk mætir ekki.” Halldór efast þó ekki um að margir séu ósáttir við meðferð hans á þeim en segir það þó alls ekki illa meint þó stundum svíði undan teikningum hans. “Ég hef nú ekki fundið neitt fyrir því en það hljóta einhverjir að vera sárir, fjandinn hafi það. Það er hlutverk skopteiknarans að vera gagnrýninn á samfélagið og þá hljóta stundum einhverjir að móðgast. En þetta er betrunarbók.” Halldór segist þó ekki síður vilja hitta þau fórnarlömb sín sem hafi móðgast. “Ég er alveg til í það og ef einhverjir vilja koma og leiðrétta mig og rökræða þá er það velkomið.” Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
“Við erum búnir að grafa upp heilmörg netföng og reynum að koma boði til sem flestra,” segir skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sem stefnir að því að bjóða öllum sem koma við sögu í skopmyndabókinni 2006 í grófum dráttum í útgáfuteiti í vikunni. Halldór hefur vakið mikla athygli fyrir snarpa samfélagsrýni sem hann birtir í teikningum sínum í blaðinu Blaðinu. Teikningunum hefur hann nú safnað saman í bókinni sem kom út fyrir skömmu. Flestir sem eitthvað hefur kveðið að í þjóðmálaumræðunni síðustu mánuði skjóta upp kollinum í bókinni þannig að gestalisti Halldórs verður ekki af verri endanum og sem örfá dæmi má nefna Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Ólaf Ragnar Grímsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Silvíu Nótt. Halldór vonast til þess að sjá sem flesta og leggur áherslu á að hann sé ekki að gera grín að fólki með boðinu. “Ég verð að sjálfsögðu fyrir miklum vonbrigðum ef þetta fólk mætir ekki.” Halldór efast þó ekki um að margir séu ósáttir við meðferð hans á þeim en segir það þó alls ekki illa meint þó stundum svíði undan teikningum hans. “Ég hef nú ekki fundið neitt fyrir því en það hljóta einhverjir að vera sárir, fjandinn hafi það. Það er hlutverk skopteiknarans að vera gagnrýninn á samfélagið og þá hljóta stundum einhverjir að móðgast. En þetta er betrunarbók.” Halldór segist þó ekki síður vilja hitta þau fórnarlömb sín sem hafi móðgast. “Ég er alveg til í það og ef einhverjir vilja koma og leiðrétta mig og rökræða þá er það velkomið.”
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira