Rúna sýnir í Hafnarborg 1. desember 2006 13:45 Rúnu Sigrún Guðjónsdóttir sýnir í Hafnarborg. Í dag kl. 17 opnar Sigrún Guðjónsdóttir, sem kunn er af listamannsnafni sínu, Rúna, sýningu í Sverrissal og Apóteki í Hafnarborg. Á sýningunni verða steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. Rúna hefur unnið mikið með japanskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur, og því allt annað efni að vinna á en steinleir sem hún hefur haldið tryggð við svo árum skiptir og gert að sínu efni. Starfsferill Rúnu er orðinn langur og fjölbreytilegur. Allt frá árinu 1950, þegar hún tók að birta svipsterkar teikningar sínar, og til þessa dags hefur hún tekið þátt í ótal sýningum innanlands og utan, lagt stund á myndlistarkennslu, hönnun, bókaskreytingar og skreytingar á byggingum svo nokkuð sé nefnt. Hún var ásamt manni sínum Gesti Þorgrímssyni einn af frumkvöðlum íslenskrar leirlistar á þeim tíma þegar fáir sinntu leirgerð og er heiðursfélagi Leirlistafélagsins. Saman unnu þau Gestur lengi að leirmunagerð og skreytingum á opinberum byggingum. Rúna tók virkan þátt í félagsstarfi myndlistarmanna og var fyrsti formaður Félags íslenskra myndlistamanna 1981-1985, hún sat í stjórn Norræna myndlistarbandalagsins 1981-1985 og í stjórn Norrænu listamiðstöðvarinnar á Sveaborg 1983-1987. Hafnfirðingar sýndu henni þann sóma að kjósa hana fyrsta bæjarlistamann Hafnarfjarðar 2005 og komu fáir ef nokkrir til greina í fyrsta vali nema hún. Sýning hennar nú er til marks um hversu lengi listamenn geta haldið áfram störfum, ekki síst þeir sem vinna stöðugt af natni og elju á sínum vettvangi. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17, á fimmtudögum er opið frá kl. 11 til 21. Sýningin stendur út desember. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í dag kl. 17 opnar Sigrún Guðjónsdóttir, sem kunn er af listamannsnafni sínu, Rúna, sýningu í Sverrissal og Apóteki í Hafnarborg. Á sýningunni verða steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. Rúna hefur unnið mikið með japanskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur, og því allt annað efni að vinna á en steinleir sem hún hefur haldið tryggð við svo árum skiptir og gert að sínu efni. Starfsferill Rúnu er orðinn langur og fjölbreytilegur. Allt frá árinu 1950, þegar hún tók að birta svipsterkar teikningar sínar, og til þessa dags hefur hún tekið þátt í ótal sýningum innanlands og utan, lagt stund á myndlistarkennslu, hönnun, bókaskreytingar og skreytingar á byggingum svo nokkuð sé nefnt. Hún var ásamt manni sínum Gesti Þorgrímssyni einn af frumkvöðlum íslenskrar leirlistar á þeim tíma þegar fáir sinntu leirgerð og er heiðursfélagi Leirlistafélagsins. Saman unnu þau Gestur lengi að leirmunagerð og skreytingum á opinberum byggingum. Rúna tók virkan þátt í félagsstarfi myndlistarmanna og var fyrsti formaður Félags íslenskra myndlistamanna 1981-1985, hún sat í stjórn Norræna myndlistarbandalagsins 1981-1985 og í stjórn Norrænu listamiðstöðvarinnar á Sveaborg 1983-1987. Hafnfirðingar sýndu henni þann sóma að kjósa hana fyrsta bæjarlistamann Hafnarfjarðar 2005 og komu fáir ef nokkrir til greina í fyrsta vali nema hún. Sýning hennar nú er til marks um hversu lengi listamenn geta haldið áfram störfum, ekki síst þeir sem vinna stöðugt af natni og elju á sínum vettvangi. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17, á fimmtudögum er opið frá kl. 11 til 21. Sýningin stendur út desember.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið