Lestin brunar 30. nóvember 2006 13:15 Hver á að lesa næst? Að mörgu er að hyggja þegar efnt er til upplestra. Til dæmis er ágætt að hafa skrýtlur á takteinunum til að létta andrúmsloftið. Mynd þessi var tekin nýlega af íbyggnum höfundum milli lestranna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. MYND/Róbert Á þessum árstíma er til siðs að rithöfundar kveðji sér hljóðs á ýmsum vettvangi og kynni verk sín enda er nú árleg vertíð hjá bókafólki. Vitað er af höfundum sem þeysast nú um fjallvegi landsins með skottin stútfull af jólabókum og bíða lesendur á landsbyggðinni án efa spenntir eftir nýjungunum. Nýlega fréttist af líflegum upplestri í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þar sem úrval höfunda messaði bókmenntaboðskapnum yfir Vestfirðinga sem gerðu að honum góðan róm. Nú stendur svo til að kynna Austfirðingum brot af jólaútgáfunni en hin árlega „rithöfundalest“ brunar um landsfjórðunginn á næstu dögum. Lest þessi er skipulögð af Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, Kaupvangi á Vopnafirði og Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri. Þátttakendur að þessu sinni eru Einar Kárason sem lesa mun úr ferðasögunni Úti að aka, Eiríkur Guðmundsson sem kynnir skáldsögu sína Undir himninum, Halldór Guðmundsson kynnir ævisöguna Skáldalíf, Ingunn Snædal sem les úr verðlaunaljóðabókinni Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást og Þórunn Valdimarsdóttir sem kynnir ævisögu sína um Matthías Jochumsson. Höfundarnir hefja lesturinn á Skriðuklaustri í kvöld kl. 20. Síðan liggur leiðin til Vopnafjarðar á morgun, föstudag, en endastöðin verður á Seyðisfirði á laugardagskvöld. Þess má geta að á laugardaginn verður aðventusýning Skaftfells opnuð en þar sýnir myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson verk sem bera yfirskriftina „Framköllun“. Menning Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór væri náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Á þessum árstíma er til siðs að rithöfundar kveðji sér hljóðs á ýmsum vettvangi og kynni verk sín enda er nú árleg vertíð hjá bókafólki. Vitað er af höfundum sem þeysast nú um fjallvegi landsins með skottin stútfull af jólabókum og bíða lesendur á landsbyggðinni án efa spenntir eftir nýjungunum. Nýlega fréttist af líflegum upplestri í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þar sem úrval höfunda messaði bókmenntaboðskapnum yfir Vestfirðinga sem gerðu að honum góðan róm. Nú stendur svo til að kynna Austfirðingum brot af jólaútgáfunni en hin árlega „rithöfundalest“ brunar um landsfjórðunginn á næstu dögum. Lest þessi er skipulögð af Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, Kaupvangi á Vopnafirði og Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri. Þátttakendur að þessu sinni eru Einar Kárason sem lesa mun úr ferðasögunni Úti að aka, Eiríkur Guðmundsson sem kynnir skáldsögu sína Undir himninum, Halldór Guðmundsson kynnir ævisöguna Skáldalíf, Ingunn Snædal sem les úr verðlaunaljóðabókinni Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást og Þórunn Valdimarsdóttir sem kynnir ævisögu sína um Matthías Jochumsson. Höfundarnir hefja lesturinn á Skriðuklaustri í kvöld kl. 20. Síðan liggur leiðin til Vopnafjarðar á morgun, föstudag, en endastöðin verður á Seyðisfirði á laugardagskvöld. Þess má geta að á laugardaginn verður aðventusýning Skaftfells opnuð en þar sýnir myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson verk sem bera yfirskriftina „Framköllun“.
Menning Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór væri náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira