Kirkja sem er ekki reist á kletti 30. nóvember 2006 06:00 Fyrir ekki svo mörgum árum gilti sú regla að þegar safnaðarbörn í Fríkirkjunni í Reykjavík fluttu frá höfuðborginni voru þau sjálfkrafa afskráð úr Fríkirkjusöfnuðinum og í þá þjóðkirkjusókn þar sem þeirra nýja lögheimili var. Um það bil aldarfjórðungi eftir að þessi regla var afnumin þykja svo róttæk afskipti ríkisins af trúarlífi landsmanna algjörlega fráleit. Enn þann dag í dag búum við hins vegar við þann veruleika að í landinu er ríkiskirkja sem nýtur mikilla forréttinda. Nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykavíkur í máli Ásatrúarfélagsins gegn íslenska ríkinu beinir kastljósinu að þessu lögverndaða misrétti sem þjóðkirkjan býr við umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið krafðist þess að njóta sama réttar og þjóðkirkjan og fá greidd sambærileg gjöld, miðað við höfðatölu félagsmanna sinna, og greidd eru í kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna samkvæmt lögum. Byggði Ásatrúarfélagið kröfu sína á jafnréttis- og trúfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. Héraðsdómur hafnaði kröfunni og vísaði meðal annars til þess að þjóðkirkjan nýtur sérstakrar verndar samvæmt stjórnarskrá og lögum umfram önnur trúfélög, en sú sérstaka vernd þjóðkirkjunnar færir henni meðal annars um tvo milljarða á ári hverju umfram önnur trúfélög. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarfélagsins, vill ekki sætta sig við þetta misrétti og hefur gefið út að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur í Reykjavík, er annar forsvarsmaður trúfélags utan þjóðkirkjunnar sem hefur hefur gagnrýnt óeðlileg forréttindi þjóðkirkjunnar. Í útvarpspredikun þann 19. nóvember benti hann til dæmis á þá undarlegu hugsun, sem er að baki samningi þjóðkirkjunnar og ríkisins, að laun biskups, vígslubiskupa og presta séu greiðsla ríkisins fyrir kirkjujarðir. „Prestar þjóðkirkjunnar og starfsmenn Biskupsstofu eru sem sagt einir og sér að taka út kirkjusögulegan arf allra kristinna formæðra og forfeðra. Hvaða starfsmaður biskups eða þjóðkirkjuprestur skyldi nú vera að taka út arf minna forfeðra og formæðra, langt aftur í aldir? Hvaða þjóðkirkjustarfsmenn skyldu nú vera að taka út kirkjusögulegan arf Hvítasunnumanna, aðventista og allra hinna?" spurði Hjörtur Magni. Hjörtur Magni hefur líka verið óþreytandi við að benda á að ríkisstyrktar trúmálastofnanir eru hverfandi fyrirbæri á heimsvísu og það hefði ekki í för með sér endalok kristni á Íslandi þótt íslenska þjóðkirkjan yrði lögð niður. Full ástæða er til að taka undir þau orð. Má reyndar ætla að trúarlíf landsmanna gengi í gegnum ákveðna endurnýjun og uppgang ef ríkið sleppti alfarið af því hendinni eins og hefur orðið raunin á öðrum sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Fyrir ekki svo mörgum árum gilti sú regla að þegar safnaðarbörn í Fríkirkjunni í Reykjavík fluttu frá höfuðborginni voru þau sjálfkrafa afskráð úr Fríkirkjusöfnuðinum og í þá þjóðkirkjusókn þar sem þeirra nýja lögheimili var. Um það bil aldarfjórðungi eftir að þessi regla var afnumin þykja svo róttæk afskipti ríkisins af trúarlífi landsmanna algjörlega fráleit. Enn þann dag í dag búum við hins vegar við þann veruleika að í landinu er ríkiskirkja sem nýtur mikilla forréttinda. Nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykavíkur í máli Ásatrúarfélagsins gegn íslenska ríkinu beinir kastljósinu að þessu lögverndaða misrétti sem þjóðkirkjan býr við umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið krafðist þess að njóta sama réttar og þjóðkirkjan og fá greidd sambærileg gjöld, miðað við höfðatölu félagsmanna sinna, og greidd eru í kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna samkvæmt lögum. Byggði Ásatrúarfélagið kröfu sína á jafnréttis- og trúfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. Héraðsdómur hafnaði kröfunni og vísaði meðal annars til þess að þjóðkirkjan nýtur sérstakrar verndar samvæmt stjórnarskrá og lögum umfram önnur trúfélög, en sú sérstaka vernd þjóðkirkjunnar færir henni meðal annars um tvo milljarða á ári hverju umfram önnur trúfélög. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarfélagsins, vill ekki sætta sig við þetta misrétti og hefur gefið út að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur í Reykjavík, er annar forsvarsmaður trúfélags utan þjóðkirkjunnar sem hefur hefur gagnrýnt óeðlileg forréttindi þjóðkirkjunnar. Í útvarpspredikun þann 19. nóvember benti hann til dæmis á þá undarlegu hugsun, sem er að baki samningi þjóðkirkjunnar og ríkisins, að laun biskups, vígslubiskupa og presta séu greiðsla ríkisins fyrir kirkjujarðir. „Prestar þjóðkirkjunnar og starfsmenn Biskupsstofu eru sem sagt einir og sér að taka út kirkjusögulegan arf allra kristinna formæðra og forfeðra. Hvaða starfsmaður biskups eða þjóðkirkjuprestur skyldi nú vera að taka út arf minna forfeðra og formæðra, langt aftur í aldir? Hvaða þjóðkirkjustarfsmenn skyldu nú vera að taka út kirkjusögulegan arf Hvítasunnumanna, aðventista og allra hinna?" spurði Hjörtur Magni. Hjörtur Magni hefur líka verið óþreytandi við að benda á að ríkisstyrktar trúmálastofnanir eru hverfandi fyrirbæri á heimsvísu og það hefði ekki í för með sér endalok kristni á Íslandi þótt íslenska þjóðkirkjan yrði lögð niður. Full ástæða er til að taka undir þau orð. Má reyndar ætla að trúarlíf landsmanna gengi í gegnum ákveðna endurnýjun og uppgang ef ríkið sleppti alfarið af því hendinni eins og hefur orðið raunin á öðrum sviðum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun