Vatnajökuls-þjóðgarður 20. nóvember 2006 06:00 Á sama tíma og stjórnvöld hér hafa nýlega lagt fram metnaðarfulla áætlun um Vatnajökulsþjóðgarð koma ráðamenn Norsk Hydro óboðnir hingað til lands og tilkynna öllum að óvörum að þeir hafi áhuga á að reisa mörg þúsund tonna álver hér á landi - hvorki meira né minna! Hugsandi fólk tengir fyrirætlanir Norðmannanna strax við vatnsaflsvirkjanir og verður þá hugsað til Jökulsár á Fjöllum með tignarfossinn Dettifoss auk allra hinna fossanna sunnan og norðan við. Það er eins gott að áætlanir um Vatnajökulsþjóðgarð eru komnar vel á veg , og að Jökulsá á Fjöllum er þar innanborðs frá upptökum til sjávar, því annars væri hætta á að menn færu aftur að velta fyrir sér virkjanamöguleikum þar. Vonandi eru þær hugmyndir út af borðinu í eitt skipti fyrir öll með tilkomu þjóðgarðsins, en allur er þó varinn góður í þessum efnum sem öðrum. Ef ráðamenn Norsk Hydro eru í alvöru að hugsa um að reisa hér álver, þá ætti helst að benda þeim á Keilisnes, ef ekki verður af stækkun i Straumsvík og álveri í Helguvík, en næsta álver hér hlýtur hin svegar að rísa norðan við Húsavík. Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarðurinn hér á landi, og jafnframt sá stærsti í Evrópu. Hann mun í framtíðinni ná allt norðan frá ósi Jökulsár á Fjöllum í Öxarfirði og suður undir ströndina í suðri milli Ingólfshöfða og Hornafjarðar. Meginuppistaðan í þjóðgarðinum verður þó sjálfur Vatnajökull - stærsti jökull í Evrópu. Það eru metnaðarfullar áætlanir sem umhverfisráðherrar undanfarinna ára hafa haft um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á grundvelli þingsályktunartillögu Hjörleifs Guttormssonar sem samþykkt var árið 1999. Stofnun slíks þjóðgarðs er ekkert skyndiverk, og því er gott að umræðan um stofnun hans taki sinn tíma svo allir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Innan væntanlegs þjóðgarðs verður mikið land sem er í eigu einstaklinga, og þótt ríkið hafi nýverið lagt fram óbilgjarnar kröfur varðandi þjóðlendur í Suður-Þingeyjarsýslu má það ekki verða til þess að seinka stofnun þjóðgarðsins. Þessar kröfur ríkisins eru ekki beint til þess að greiða fyrir samningum við landeigendur varðandi væntanlegan þjóðgarð. Annars vegar er það að ásælast land, sem um aldir hefur verið talið í einkaeign, og hins vegar kemur skýrt fram í skýrslu umhverfisráðuneytisins um Vatnsjökulsþjóðgarð, sem ríkisstjórnin samþykkti að byggja áframhaldandi vinnu við stofnun garðsins á, að mikilvægt sé að ná góðu samkomulagi við landeigendur á svæðinu. Án þátttöku þeirra verði ekkert af garðinum. Vatnajökull og nágrenni hans er mikil náttúruperla, sem þarf að ganga vel um. Það er grundvallaratriði að tryggja öllum jafnan aðgang að svæðinu, hvort sem er að ræða göngufólk, jeppa- eða vélsleðamenn. Allir eiga að geta notið þess sem svæðið hefur upp á að bjóða, en jafnframt þarf að koma því þannig fyrir að einn hópurinn sé ekki fyrir öðrum, og allir geti notið frjálsræðisins og víðáttunnar á hálendinu innan ákveðinna marka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun
Á sama tíma og stjórnvöld hér hafa nýlega lagt fram metnaðarfulla áætlun um Vatnajökulsþjóðgarð koma ráðamenn Norsk Hydro óboðnir hingað til lands og tilkynna öllum að óvörum að þeir hafi áhuga á að reisa mörg þúsund tonna álver hér á landi - hvorki meira né minna! Hugsandi fólk tengir fyrirætlanir Norðmannanna strax við vatnsaflsvirkjanir og verður þá hugsað til Jökulsár á Fjöllum með tignarfossinn Dettifoss auk allra hinna fossanna sunnan og norðan við. Það er eins gott að áætlanir um Vatnajökulsþjóðgarð eru komnar vel á veg , og að Jökulsá á Fjöllum er þar innanborðs frá upptökum til sjávar, því annars væri hætta á að menn færu aftur að velta fyrir sér virkjanamöguleikum þar. Vonandi eru þær hugmyndir út af borðinu í eitt skipti fyrir öll með tilkomu þjóðgarðsins, en allur er þó varinn góður í þessum efnum sem öðrum. Ef ráðamenn Norsk Hydro eru í alvöru að hugsa um að reisa hér álver, þá ætti helst að benda þeim á Keilisnes, ef ekki verður af stækkun i Straumsvík og álveri í Helguvík, en næsta álver hér hlýtur hin svegar að rísa norðan við Húsavík. Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarðurinn hér á landi, og jafnframt sá stærsti í Evrópu. Hann mun í framtíðinni ná allt norðan frá ósi Jökulsár á Fjöllum í Öxarfirði og suður undir ströndina í suðri milli Ingólfshöfða og Hornafjarðar. Meginuppistaðan í þjóðgarðinum verður þó sjálfur Vatnajökull - stærsti jökull í Evrópu. Það eru metnaðarfullar áætlanir sem umhverfisráðherrar undanfarinna ára hafa haft um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á grundvelli þingsályktunartillögu Hjörleifs Guttormssonar sem samþykkt var árið 1999. Stofnun slíks þjóðgarðs er ekkert skyndiverk, og því er gott að umræðan um stofnun hans taki sinn tíma svo allir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Innan væntanlegs þjóðgarðs verður mikið land sem er í eigu einstaklinga, og þótt ríkið hafi nýverið lagt fram óbilgjarnar kröfur varðandi þjóðlendur í Suður-Þingeyjarsýslu má það ekki verða til þess að seinka stofnun þjóðgarðsins. Þessar kröfur ríkisins eru ekki beint til þess að greiða fyrir samningum við landeigendur varðandi væntanlegan þjóðgarð. Annars vegar er það að ásælast land, sem um aldir hefur verið talið í einkaeign, og hins vegar kemur skýrt fram í skýrslu umhverfisráðuneytisins um Vatnsjökulsþjóðgarð, sem ríkisstjórnin samþykkti að byggja áframhaldandi vinnu við stofnun garðsins á, að mikilvægt sé að ná góðu samkomulagi við landeigendur á svæðinu. Án þátttöku þeirra verði ekkert af garðinum. Vatnajökull og nágrenni hans er mikil náttúruperla, sem þarf að ganga vel um. Það er grundvallaratriði að tryggja öllum jafnan aðgang að svæðinu, hvort sem er að ræða göngufólk, jeppa- eða vélsleðamenn. Allir eiga að geta notið þess sem svæðið hefur upp á að bjóða, en jafnframt þarf að koma því þannig fyrir að einn hópurinn sé ekki fyrir öðrum, og allir geti notið frjálsræðisins og víðáttunnar á hálendinu innan ákveðinna marka.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun