Þrautagöngu Birgis loksins lokið 17. nóvember 2006 13:30 Mynd/Eiríkur Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann með góðri frammistöðu á lokahring úrtökumótsins fyrir næsta keppnistímabil er hann lék á besta skori dagsins, 69 höggum, og hafnaði í 24.-29. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á að minnsta kosti 20 mótum Evrópumótaraðarinnar næsta sumar. Hann lék hringina sex á samtals einu höggi undir pari. Í gær byrjaði hann ágætlega, fékk fugl á 12. holu en hann hóf leik á þeirri 10. Á fjórtándu kom svo áfallið er hann fékk skramba og var útlitið orðið ansi dökkt þá. En hann fékk þá fjóra fugla á næstu níu holum og kom sér í góð mál. Á 6. holu, þeirri fjórðu síðustu, fékk hann svo skolla og var þá í þeirri stöðu að vera einu höggi frá þeim þrjátíu efstu. Fuglinn sem kom þá á næstu braut, þeirri sjöundu, fleytti honum aftur í hóp efstu manna og hélt hann haus síðustu tvær holurnar og hafnaði sem fyrr segir í 24.-29. sæti. „Mér líður auðvitað æðislega vel," sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. „Það gekk svo vel í dag og ég er bara enn að átta mig á þessu. Þetta er nú orðinn áratugur og ótrúlegt að þetta sé loksins komið." Sem fyrr segir lék Birgir á besta skori dagsins í gær, 69 höggum. „Já, þú segir nokkuð. Ég vissi reyndar það ekki en maður fær mikið „kikk" úr því. Það er gott að eiga síðasta hringinn bestan þegar mest á reynir, sérstaklega í hópi allra þessara góðu kylfinga," sagði Birgir, kampakátur með þennan frábæra árangur. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu, til að mynda tveir sem hafa keppt fyrir hönd Evrópuliðsins í Ryder Cup-keppninni. Um er að ræða Peter Baker frá Englandi og Írann Philip Walton. Þá keppti þjóðverjinn Alex Celjka einnig á mótinu en hann vann hið virta mót Volvo Masters í Andalúsíu árið 1995. Sá síðastnefndi komst áfram, lenti í 17. sæti, en hinir tveir sátu eftir. Miklar sviptingar voru lokakeppnisdaginn. Fimm kylfingum tókst að vinna sig upp í hóp efstu 30, meðal þeirra Birgir Leifur, og því jafn margir sem duttu úr hópnum. Einn þeirra er Englendingurinn Matthew King sem var í 10. sæti þegar keppni hófst í gær en lék á ellefu höggum yfir pari á lokahringnum. Hann hafnaði í 53.-55. sæti. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann með góðri frammistöðu á lokahring úrtökumótsins fyrir næsta keppnistímabil er hann lék á besta skori dagsins, 69 höggum, og hafnaði í 24.-29. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á að minnsta kosti 20 mótum Evrópumótaraðarinnar næsta sumar. Hann lék hringina sex á samtals einu höggi undir pari. Í gær byrjaði hann ágætlega, fékk fugl á 12. holu en hann hóf leik á þeirri 10. Á fjórtándu kom svo áfallið er hann fékk skramba og var útlitið orðið ansi dökkt þá. En hann fékk þá fjóra fugla á næstu níu holum og kom sér í góð mál. Á 6. holu, þeirri fjórðu síðustu, fékk hann svo skolla og var þá í þeirri stöðu að vera einu höggi frá þeim þrjátíu efstu. Fuglinn sem kom þá á næstu braut, þeirri sjöundu, fleytti honum aftur í hóp efstu manna og hélt hann haus síðustu tvær holurnar og hafnaði sem fyrr segir í 24.-29. sæti. „Mér líður auðvitað æðislega vel," sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. „Það gekk svo vel í dag og ég er bara enn að átta mig á þessu. Þetta er nú orðinn áratugur og ótrúlegt að þetta sé loksins komið." Sem fyrr segir lék Birgir á besta skori dagsins í gær, 69 höggum. „Já, þú segir nokkuð. Ég vissi reyndar það ekki en maður fær mikið „kikk" úr því. Það er gott að eiga síðasta hringinn bestan þegar mest á reynir, sérstaklega í hópi allra þessara góðu kylfinga," sagði Birgir, kampakátur með þennan frábæra árangur. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu, til að mynda tveir sem hafa keppt fyrir hönd Evrópuliðsins í Ryder Cup-keppninni. Um er að ræða Peter Baker frá Englandi og Írann Philip Walton. Þá keppti þjóðverjinn Alex Celjka einnig á mótinu en hann vann hið virta mót Volvo Masters í Andalúsíu árið 1995. Sá síðastnefndi komst áfram, lenti í 17. sæti, en hinir tveir sátu eftir. Miklar sviptingar voru lokakeppnisdaginn. Fimm kylfingum tókst að vinna sig upp í hóp efstu 30, meðal þeirra Birgir Leifur, og því jafn margir sem duttu úr hópnum. Einn þeirra er Englendingurinn Matthew King sem var í 10. sæti þegar keppni hófst í gær en lék á ellefu höggum yfir pari á lokahringnum. Hann hafnaði í 53.-55. sæti. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira