Sögufélagið með stórvirki í bígerð 15. nóvember 2006 13:00 Kvennafrídagurinn 1975 Í undir-búningi er á vegum Sögufélagsins ritverkið Æviskrár íslenskra kvenna sem tekur til 500 nafntogaðra kvenna. Sögufélagið er enn í fullu fjöri. Hélt nýlega aðalfund sinn og er með ýmislegt á prjónunum: hjá félaginu er komið út fjórða ritið í ritröðinni Smárit Sögufélags. Bókin ber titilinn Barnauppeldisins heilaga skylda. Barnavernd á fyrri hluta 19. aldar og er eftir Hildi Biering sagnfræðing. Og fleira er í pípunum sem tíðindum sætir. Meðal verkefna sem nú er unnið að á vegum félagsins eru Acta yfirréttarins og extralögþinganna. Um er að ræða samstarfsverkefni Sögufélags og Þjóðskjalasafns Íslands og sér Björk Ingimundardóttir um útgáfuna. Þá hefur félagið hafið undirbúning að útgáfu ritsins Æviskrár íslenskra kvenna, en þar verða æviskrár um 500 kvenna frá upphafi byggðar á Íslandi fram til ársins 2000 skráðar af ýmsum fræðimönnum. Einnig er í undirbúningi bók um innreið nútímans á Íslandi á 19. og 20. öld frá mörgum sjónarhornum. Meðal markmiða er að gera nútímanum skil með aðgengilegum hætti fyrir allt áhugafólk um nútímasögu. Ritstjórar verða Guðmundur Hálfdanarson og Páll Björnsson. Á næsta ári er væntanlegt fjórða bindið í ritröðinni Rit Sögufélags, en þar er á ferðinni endurskoðuð þýðing á Brevis Commentarius de Islandia eftir Arngrím Jónsson hinn lærða, riti sem olli byltingu í hugmyndum hins menntaða heims um Ísland og eyjarskeggjana. Loks má nefna bók um alla konunga Íslands frá 1264 til 1944 sem vonast er til að komi út 2008. Sögufélagið er mikilvægur félagsskapur: félagið heldur úti skrifstofu í þremur sambyggðum húsum í Fischersundi þar sem áður var rekstur tengdur gamla bakaríinu. Þar ræður Ragnheiður Þorláksdóttir ríkjum. Félagið heldur úti vefsíðu: www.sogufelag.is, og tímarit þeirra, Saga, er fagnaðarefni hverjum þeim sem hefur áhuga á sögu lands og þjóðar. Er nýtt hefti væntanlegt á næstunni. Stjórn skipa nú Anna Agnarsdóttir forseti, Már Jónsson ritari og Kristrún Halla Helgadóttir gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Illugi Gunnarsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sögufélagið er enn í fullu fjöri. Hélt nýlega aðalfund sinn og er með ýmislegt á prjónunum: hjá félaginu er komið út fjórða ritið í ritröðinni Smárit Sögufélags. Bókin ber titilinn Barnauppeldisins heilaga skylda. Barnavernd á fyrri hluta 19. aldar og er eftir Hildi Biering sagnfræðing. Og fleira er í pípunum sem tíðindum sætir. Meðal verkefna sem nú er unnið að á vegum félagsins eru Acta yfirréttarins og extralögþinganna. Um er að ræða samstarfsverkefni Sögufélags og Þjóðskjalasafns Íslands og sér Björk Ingimundardóttir um útgáfuna. Þá hefur félagið hafið undirbúning að útgáfu ritsins Æviskrár íslenskra kvenna, en þar verða æviskrár um 500 kvenna frá upphafi byggðar á Íslandi fram til ársins 2000 skráðar af ýmsum fræðimönnum. Einnig er í undirbúningi bók um innreið nútímans á Íslandi á 19. og 20. öld frá mörgum sjónarhornum. Meðal markmiða er að gera nútímanum skil með aðgengilegum hætti fyrir allt áhugafólk um nútímasögu. Ritstjórar verða Guðmundur Hálfdanarson og Páll Björnsson. Á næsta ári er væntanlegt fjórða bindið í ritröðinni Rit Sögufélags, en þar er á ferðinni endurskoðuð þýðing á Brevis Commentarius de Islandia eftir Arngrím Jónsson hinn lærða, riti sem olli byltingu í hugmyndum hins menntaða heims um Ísland og eyjarskeggjana. Loks má nefna bók um alla konunga Íslands frá 1264 til 1944 sem vonast er til að komi út 2008. Sögufélagið er mikilvægur félagsskapur: félagið heldur úti skrifstofu í þremur sambyggðum húsum í Fischersundi þar sem áður var rekstur tengdur gamla bakaríinu. Þar ræður Ragnheiður Þorláksdóttir ríkjum. Félagið heldur úti vefsíðu: www.sogufelag.is, og tímarit þeirra, Saga, er fagnaðarefni hverjum þeim sem hefur áhuga á sögu lands og þjóðar. Er nýtt hefti væntanlegt á næstunni. Stjórn skipa nú Anna Agnarsdóttir forseti, Már Jónsson ritari og Kristrún Halla Helgadóttir gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Illugi Gunnarsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið