Barist um Frank-N-Furter 15. nóvember 2006 09:00 Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót. Menntaskólinn á Ísafirði fær ekki að setja upp rokksöngleikinn Rocky Horror á sólrisuhátíðinni í lok febrúar. Þetta upplýsir Oddur Elíasson hjá leikfélaginu en sýningarrétturinn er í eigu Sigurðar Kaiser og Loftkastalans. „Við setjum bara upp einhverja aðra sýningu, það næst alveg," segir Oddur og reiknaði með að einhver uppfærsla yrði fljótlega valin. „Þetta er mikið vandamál," segir Sigurður Kaiser hjá Loftkastalanum en að hans sögn er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir stöðva uppsetningu á Rocky Horror Picture Show hjá áhugamannaleikfélagi. Í apríl frétti Sigurður af því að leikfélag Menntaskólans í Kópavogi hefði unnið baki brotnu við að setja þessa sýningu upp og neyddist hann til að stöðva sýninguna tveimur dögum fyrir frumsýningu. „Auðvitað var það erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur starfað náið með leikfélögum menntaskólans að stöðva sýninguna svona skömmu fyrir stóra daginn en við eigum sýningarréttinn og verðum að vernda hann," útskýrir Sigurður og bætir því við að það sé erfitt fyrir hann persónulega að horfa framhjá áhuga áhugamannaleikfélaganna vegna persónulegra tengsla við höfund verksins, Richard O'Brien. „Ég mæli með því að áhugamannaleikfélögin og leikfélögin í menntaskólum kynni sér hvar sýningrarétturinn er en þær upplýsingar er hægt að nálgast hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga," segir Sigurður. Loftkastalinn hyggst sjálfur setja upp Rocky Horror eftir áramót í nýju leikhúsrými sem ber nafnið Verið og rúmar í kringum sex hundruð manns. Samkvæmt Sigurði mun Gunnar Helgason leikstýra verkinu en Rocky Horror var fyrsta verkið sem sett var upp í Loftkastalanum árið 1995, þá með Helga Björnsson í hlutverki Frank N'Furter. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Björgvin Franz setja sig í stellingar og klæðast korselettunni víðfrægu sem dr. Frank en auk þess hefur Felix Bergsson verið ráðinn í annað af aðalhlutverkunum. Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót. Menntaskólinn á Ísafirði fær ekki að setja upp rokksöngleikinn Rocky Horror á sólrisuhátíðinni í lok febrúar. Þetta upplýsir Oddur Elíasson hjá leikfélaginu en sýningarrétturinn er í eigu Sigurðar Kaiser og Loftkastalans. „Við setjum bara upp einhverja aðra sýningu, það næst alveg," segir Oddur og reiknaði með að einhver uppfærsla yrði fljótlega valin. „Þetta er mikið vandamál," segir Sigurður Kaiser hjá Loftkastalanum en að hans sögn er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir stöðva uppsetningu á Rocky Horror Picture Show hjá áhugamannaleikfélagi. Í apríl frétti Sigurður af því að leikfélag Menntaskólans í Kópavogi hefði unnið baki brotnu við að setja þessa sýningu upp og neyddist hann til að stöðva sýninguna tveimur dögum fyrir frumsýningu. „Auðvitað var það erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur starfað náið með leikfélögum menntaskólans að stöðva sýninguna svona skömmu fyrir stóra daginn en við eigum sýningarréttinn og verðum að vernda hann," útskýrir Sigurður og bætir því við að það sé erfitt fyrir hann persónulega að horfa framhjá áhuga áhugamannaleikfélaganna vegna persónulegra tengsla við höfund verksins, Richard O'Brien. „Ég mæli með því að áhugamannaleikfélögin og leikfélögin í menntaskólum kynni sér hvar sýningrarétturinn er en þær upplýsingar er hægt að nálgast hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga," segir Sigurður. Loftkastalinn hyggst sjálfur setja upp Rocky Horror eftir áramót í nýju leikhúsrými sem ber nafnið Verið og rúmar í kringum sex hundruð manns. Samkvæmt Sigurði mun Gunnar Helgason leikstýra verkinu en Rocky Horror var fyrsta verkið sem sett var upp í Loftkastalanum árið 1995, þá með Helga Björnsson í hlutverki Frank N'Furter. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Björgvin Franz setja sig í stellingar og klæðast korselettunni víðfrægu sem dr. Frank en auk þess hefur Felix Bergsson verið ráðinn í annað af aðalhlutverkunum.
Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira