Barist um Frank-N-Furter 15. nóvember 2006 09:00 Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót. Menntaskólinn á Ísafirði fær ekki að setja upp rokksöngleikinn Rocky Horror á sólrisuhátíðinni í lok febrúar. Þetta upplýsir Oddur Elíasson hjá leikfélaginu en sýningarrétturinn er í eigu Sigurðar Kaiser og Loftkastalans. „Við setjum bara upp einhverja aðra sýningu, það næst alveg," segir Oddur og reiknaði með að einhver uppfærsla yrði fljótlega valin. „Þetta er mikið vandamál," segir Sigurður Kaiser hjá Loftkastalanum en að hans sögn er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir stöðva uppsetningu á Rocky Horror Picture Show hjá áhugamannaleikfélagi. Í apríl frétti Sigurður af því að leikfélag Menntaskólans í Kópavogi hefði unnið baki brotnu við að setja þessa sýningu upp og neyddist hann til að stöðva sýninguna tveimur dögum fyrir frumsýningu. „Auðvitað var það erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur starfað náið með leikfélögum menntaskólans að stöðva sýninguna svona skömmu fyrir stóra daginn en við eigum sýningarréttinn og verðum að vernda hann," útskýrir Sigurður og bætir því við að það sé erfitt fyrir hann persónulega að horfa framhjá áhuga áhugamannaleikfélaganna vegna persónulegra tengsla við höfund verksins, Richard O'Brien. „Ég mæli með því að áhugamannaleikfélögin og leikfélögin í menntaskólum kynni sér hvar sýningrarétturinn er en þær upplýsingar er hægt að nálgast hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga," segir Sigurður. Loftkastalinn hyggst sjálfur setja upp Rocky Horror eftir áramót í nýju leikhúsrými sem ber nafnið Verið og rúmar í kringum sex hundruð manns. Samkvæmt Sigurði mun Gunnar Helgason leikstýra verkinu en Rocky Horror var fyrsta verkið sem sett var upp í Loftkastalanum árið 1995, þá með Helga Björnsson í hlutverki Frank N'Furter. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Björgvin Franz setja sig í stellingar og klæðast korselettunni víðfrægu sem dr. Frank en auk þess hefur Felix Bergsson verið ráðinn í annað af aðalhlutverkunum. Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót. Menntaskólinn á Ísafirði fær ekki að setja upp rokksöngleikinn Rocky Horror á sólrisuhátíðinni í lok febrúar. Þetta upplýsir Oddur Elíasson hjá leikfélaginu en sýningarrétturinn er í eigu Sigurðar Kaiser og Loftkastalans. „Við setjum bara upp einhverja aðra sýningu, það næst alveg," segir Oddur og reiknaði með að einhver uppfærsla yrði fljótlega valin. „Þetta er mikið vandamál," segir Sigurður Kaiser hjá Loftkastalanum en að hans sögn er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir stöðva uppsetningu á Rocky Horror Picture Show hjá áhugamannaleikfélagi. Í apríl frétti Sigurður af því að leikfélag Menntaskólans í Kópavogi hefði unnið baki brotnu við að setja þessa sýningu upp og neyddist hann til að stöðva sýninguna tveimur dögum fyrir frumsýningu. „Auðvitað var það erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur starfað náið með leikfélögum menntaskólans að stöðva sýninguna svona skömmu fyrir stóra daginn en við eigum sýningarréttinn og verðum að vernda hann," útskýrir Sigurður og bætir því við að það sé erfitt fyrir hann persónulega að horfa framhjá áhuga áhugamannaleikfélaganna vegna persónulegra tengsla við höfund verksins, Richard O'Brien. „Ég mæli með því að áhugamannaleikfélögin og leikfélögin í menntaskólum kynni sér hvar sýningrarétturinn er en þær upplýsingar er hægt að nálgast hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga," segir Sigurður. Loftkastalinn hyggst sjálfur setja upp Rocky Horror eftir áramót í nýju leikhúsrými sem ber nafnið Verið og rúmar í kringum sex hundruð manns. Samkvæmt Sigurði mun Gunnar Helgason leikstýra verkinu en Rocky Horror var fyrsta verkið sem sett var upp í Loftkastalanum árið 1995, þá með Helga Björnsson í hlutverki Frank N'Furter. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Björgvin Franz setja sig í stellingar og klæðast korselettunni víðfrægu sem dr. Frank en auk þess hefur Felix Bergsson verið ráðinn í annað af aðalhlutverkunum.
Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira