Sport

Ræddi ekki andlegt ofbeldi

Kristján Erlendsson, formaður Fimleikasambands Íslands, staðfesti við Fréttablaðið í gær að aðeins hefðu ásakanir um líkamlegt ofbeldi hjá Fimleikafélaginu Björk verið athugaðar af sambandinu.



Fimleikasambandið sá ekki ástæðu til að ræða við Þóri Gunnarson, föður níu ára stúlku sem hætti að æfa hjá félaginu vegna andlegs ofbeldis þjálfara að því er Þórir segir.

Þórir kvartaði yfir málinu skriflega áður en dóttir hans hætti. Þegar Fréttablaðið spurði þjálfarann, sem Þórir kvartaði við, að því hvort einhverjar kvartanir hefðu borist frá foreldrum vegna einhvers af þjálfurum félagsins var því staðfastlega neitað. Engar kvartanir hefðu borist. Það sagði þjálfarinn áður en Þórir greindi frá sögu dóttur sinnar.- hbg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×