Sigur fyrir heiminn 9. nóvember 2006 00:01 Sigur demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum eru góðar fréttir fyrir heimsbyggðina. Loksins er komin fyrirstaða í bandarískt stjórnkerfi við þeirri einhliða og ágengu stefnumörkun sem Bush, Cheney, Rumsfeld og félagar í Hvíta húsinu hafa komist upp með í skjóli, handgengis úr hófi fram, meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins. Kosningar í Bandaríkjunum hafa svo áratugum skiptir komið gjörvalllri heimsbyggðinni við, en þó aldrei jafn mikið og undanfarin fimmtán ár, því eftir fall Sovétríkjanna stóðu Bandaríkin uppi sem eina stórveldi heimsins. Verulegu máli skiptir þar af leiðandi hvernig bandarískir ráðamenn skilgreina stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Til dæmis er ekki ólíklegt að við byggjum við töluvert aðra heimsmynd ef Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði dæmt demókratann Al Gore inn í Hvíta húsið árið 2000 í stað Bush yngri. Bush var úrskurðaður sigurvegari og hann leiddi til valda með sér frostherta menn úr löngu loknu köldu stríði. Þessir menn trúa á einhliða rétt Bandaríkjanna til að fara fram með sín mál án samráðs við alþjóðasamfélagið. Sorglegt er að líta yfir hvernig þeim hefur farist stjórn stórveldisins úr hendi. Það segir meira en mörg orð að sú skoðun er orðin útbreidd á heimsvísu að ágeng utanríkisstefna Bandaríkjanna sé mesta ógnin við heimsfriðinn; meiri en kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu og tilburðir Írans til að kjarnorkuvæðast. Áður en Bush komst til valda voru Bandaríkjamenn almennt álitnir boðberar frelsis og lýðræðis. Og það ekki að ósekju. Eftir fall járntjaldsins stóðu Bandaríkin uppi sem sigurvegarar í hugmyndafræðilegri baráttu milli austurs og vesturs. Á vissan hátt má segja að þjóðir heimsins hafi falið Bandaríkjamönnum hlutverk alheimslögreglu sem þeir tóku hiklaust að sér. Þeir fóru fyrir hernaðarbandalaginu sem flæmdi Íraka úr Kúveit með blessun Sameinuðu þjóðanna, og þeir komu Evrópuþjóðum enn eitt skiptið til hjálpar þegar þær horfðu í algjöru úrræðaleysi á fólskuverk Serba á Balkanskaga. Fullkomið klúður við stríðsrekstur og uppbyggingu Íraks, pyntingar í Abu Graib og Guantanamo, brot á Genfarsáttmálanum, persónunjósnir innanlands og fangaflutningar CIA milli leynifangelsa í austanverðri Evrópu. Sigur demókrata í þingkosningnum gefur tilefni til væntinga um að böndum verði komið á Bush og félaga og að Bandaríkjamenn hverfi aftur til fyrri hátta. Fyrir vikið er hægt að vonast eftir örlítið betri heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sigur demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum eru góðar fréttir fyrir heimsbyggðina. Loksins er komin fyrirstaða í bandarískt stjórnkerfi við þeirri einhliða og ágengu stefnumörkun sem Bush, Cheney, Rumsfeld og félagar í Hvíta húsinu hafa komist upp með í skjóli, handgengis úr hófi fram, meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins. Kosningar í Bandaríkjunum hafa svo áratugum skiptir komið gjörvalllri heimsbyggðinni við, en þó aldrei jafn mikið og undanfarin fimmtán ár, því eftir fall Sovétríkjanna stóðu Bandaríkin uppi sem eina stórveldi heimsins. Verulegu máli skiptir þar af leiðandi hvernig bandarískir ráðamenn skilgreina stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Til dæmis er ekki ólíklegt að við byggjum við töluvert aðra heimsmynd ef Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði dæmt demókratann Al Gore inn í Hvíta húsið árið 2000 í stað Bush yngri. Bush var úrskurðaður sigurvegari og hann leiddi til valda með sér frostherta menn úr löngu loknu köldu stríði. Þessir menn trúa á einhliða rétt Bandaríkjanna til að fara fram með sín mál án samráðs við alþjóðasamfélagið. Sorglegt er að líta yfir hvernig þeim hefur farist stjórn stórveldisins úr hendi. Það segir meira en mörg orð að sú skoðun er orðin útbreidd á heimsvísu að ágeng utanríkisstefna Bandaríkjanna sé mesta ógnin við heimsfriðinn; meiri en kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu og tilburðir Írans til að kjarnorkuvæðast. Áður en Bush komst til valda voru Bandaríkjamenn almennt álitnir boðberar frelsis og lýðræðis. Og það ekki að ósekju. Eftir fall járntjaldsins stóðu Bandaríkin uppi sem sigurvegarar í hugmyndafræðilegri baráttu milli austurs og vesturs. Á vissan hátt má segja að þjóðir heimsins hafi falið Bandaríkjamönnum hlutverk alheimslögreglu sem þeir tóku hiklaust að sér. Þeir fóru fyrir hernaðarbandalaginu sem flæmdi Íraka úr Kúveit með blessun Sameinuðu þjóðanna, og þeir komu Evrópuþjóðum enn eitt skiptið til hjálpar þegar þær horfðu í algjöru úrræðaleysi á fólskuverk Serba á Balkanskaga. Fullkomið klúður við stríðsrekstur og uppbyggingu Íraks, pyntingar í Abu Graib og Guantanamo, brot á Genfarsáttmálanum, persónunjósnir innanlands og fangaflutningar CIA milli leynifangelsa í austanverðri Evrópu. Sigur demókrata í þingkosningnum gefur tilefni til væntinga um að böndum verði komið á Bush og félaga og að Bandaríkjamenn hverfi aftur til fyrri hátta. Fyrir vikið er hægt að vonast eftir örlítið betri heimi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun