Fundað um flokksskrár Sjálfstæðisflokks 3. nóvember 2006 06:45 Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálfstæðisflokksins á fundi á mánudagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gísli Freyr Valdórsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum síðastliðið vor heldur því fram að að kosningaskrifstofa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi ein haft aðgang að flokksskrá sjálfstæðismanna sem var uppfærð fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Gísli, sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri síðustu helgar, segir að gildra sem hann hafi lagt fyrir stuðningsmenn Guðlaugs þegar skrárnar voru uppfærðar styrki skoðun hans. Þá breytti hann númerum hjá félögum sínum. „Það var einungis hringt í okkur frá Guðlaugi Þór.“ Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi frá sér vegna málsins var tekið fram að ásakanir Gísla Freys hafi áður komið fram og verið afsannaðar með rannsókn starfsmanna Valhallar á gögnum hans. Guðlaugur Þór vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans og sagði það innanflokksmál. Gísli segist ekki hafa komið fram fyrr vegna þess að hann hafi ekki viljað hafa óeðlileg áhrif á prófkjörið. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið í samtali við NFS að ef einhver frambjóðendanna um síðustu helgi hefði komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, þá sé það hreinn stuldur. Honum væri þó ekki kunnugt um aðra skrá en þá sem stóð öllum frambjóðendum til boða. Gísli Freyr segir klárt að slík skrá sé til. „Í nafni flokksins var hringt í alla flokksmenn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá voru sett inn ný símanúmer og framkvæmd góð uppfærsla í rauninni. Svo virðist vera að flokksskráin sem er síðan gefin út í haust sé ekki jafn góð.“ Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálfstæðisflokksins á fundi á mánudagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gísli Freyr Valdórsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum síðastliðið vor heldur því fram að að kosningaskrifstofa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi ein haft aðgang að flokksskrá sjálfstæðismanna sem var uppfærð fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Gísli, sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri síðustu helgar, segir að gildra sem hann hafi lagt fyrir stuðningsmenn Guðlaugs þegar skrárnar voru uppfærðar styrki skoðun hans. Þá breytti hann númerum hjá félögum sínum. „Það var einungis hringt í okkur frá Guðlaugi Þór.“ Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi frá sér vegna málsins var tekið fram að ásakanir Gísla Freys hafi áður komið fram og verið afsannaðar með rannsókn starfsmanna Valhallar á gögnum hans. Guðlaugur Þór vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans og sagði það innanflokksmál. Gísli segist ekki hafa komið fram fyrr vegna þess að hann hafi ekki viljað hafa óeðlileg áhrif á prófkjörið. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið í samtali við NFS að ef einhver frambjóðendanna um síðustu helgi hefði komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, þá sé það hreinn stuldur. Honum væri þó ekki kunnugt um aðra skrá en þá sem stóð öllum frambjóðendum til boða. Gísli Freyr segir klárt að slík skrá sé til. „Í nafni flokksins var hringt í alla flokksmenn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá voru sett inn ný símanúmer og framkvæmd góð uppfærsla í rauninni. Svo virðist vera að flokksskráin sem er síðan gefin út í haust sé ekki jafn góð.“
Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira