Ef bankarnir færu úr landi 2. nóvember 2006 13:34 Hvernig er bezt að lýsa skuldasöfnun Íslendinga í útlöndum? Erlendar skuldir eru oftast metnar eins og þær koma af skepnunni og bornar við landsframleiðsluna, því að hana má hafa til marks um endurgreiðslugetu innlendra lántakenda. Stundum er skuldastaðan heldur borin saman við útflutningstekjur, því að þær skila sér allar í erlendum gjaldeyri og eru því skárri mælikvarði á endurgreiðslugetuna en landsframleiðslan, sem skilar sér að mestu í íslenzkum krónum frekar en í beinhörðum gjaldeyri, en látum það vera. Ef skuldirnar vaxa líkt og landsframleiðslan, þá er ekkert athugavert við skuldasöfnunina, hún er þvert á móti eðlileg í gróandi þjóðlífi. Ef skuldirnar vaxa hraðar en framleiðslan, svo að hlutfall erlendra skulda og landsframleiðslunnar hækkar með tímanum, þá er ástæða til að staldra við og athuga, hvort skuldahlutfallið stefnir í óviðráðanlegar hæðir og hvort vöxtur skuldanna stenzt samanburð við þróun skulda í öðrum áþekkum löndum. Sumir líta svo á, að þessi algenga aðferð eigi ekki lengur jafnvel við og áður. Þeir segja: frá skuldunum þarf að draga eignirnar, sem keyptar eru fyrir lánsféð, og líta á hreinar skuldir við útlönd, það er erlendar skuldir að frádregnum erlendum eignum. Þeir bæta því gjarnan við, að síðustu ár hafi íslenzkir bankar í stórauknum stíl miðlað lánsfé milli erlendra viðskiptavina og auknar skuldir bankanna vegna erlendra viðskipta eigi því naumast heima í yfirlitstölum um erlendar skuldir Íslands. Hvað er hæft í þessu? Fyrri ábendingin á við gild rök að styðjast. Ef lán er tekið til að standa straum af fjárfestingu, er lántakan hagkvæm svo lengi sem eignin, sem fjárfest er í, skilar meiri arði en sem nemur vaxtagreiðslum og afborgunum af skuldinni. Af þessu má ráða nauðsyn þess, að framkvæmdirnar við Kárahnjúka skili nægum - og gagnsæjum! - arði. Þeir, sem eru læsir á ársreikninga fyrirtækja, geta að sönnu ráðið arðsemina nokkurn veginn af ársreikningum Landsvirkjunar, en samt virðast Landsvirkjun og yfirboðarar hennar í ríkisstjórninni sjá sér hag í að sveipa málið leyndarhjúp. Leyndin hefur torveldað umræðu um hagkvæmni framkvæmdanna og vakið skiljanlega tortryggni. Gögnum Seðlabankans um erlend eignakaup innlendra aðila og um fjárstreymi að og frá landinu yfirleitt er með líku lagi ábótavant. Skekkjan í greiðslujafnaðarbókhaldi Seðlabankans fyrir 2005 nemur 6 prósentum af landsframleiðslu, en svo mikil bókhaldsskekkja er fáheyrð í seðlabankareikningum þróaðra ríkja. Það verður því ekki með góðu móti ráðið af gögnum bankans, hversu mikil eignamyndun hefur átt sér stað á móti skuldasöfnun Íslendinga í útlöndum. Þær tölur, sem Seðlabankinn birtir, benda þó til þess, að erlendar skuldir hafi aukizt langt umfram fastar erlendar eignir, enda er það alkunna, að Íslendingar hafa keypt sér bíla, íbúðarhúsnæði og neyzluvörur í stórum stíl frekar en framleiðslutæki fyrir erlent lánsfé. Skýr sundurliðun erlendra eigna er nauðsynleg forsenda fullnægjandi áhættumats á erlendum skuldum þjóðarinnar, en slíka sundurliðun er þó hvergi að finna í gögnum Seðlabankans. Síðari ábendingin - um það, að erlendar skuldir þjóðarbúsins myndu minnka til muna, ef bankarnir flyttu búferlum til útlanda, og þær séu því ofmetnar eftir því - orkar tvímælis. Hugsum okkur, að KB banki flytti til Englands með allt sitt hafurtask eða Landsbankinn til Rússlands og tæki með sér þangað austur skuldirnar, sem hann hefur stofnað til vegna erlendra viðskiptavina sinna. Við það myndu skráðar erlendar skuldir Íslendinga skreppa saman sem því næmi. En það þýðir þó ekki, að erlendar skuldir Íslendinga séu að sama skapi ofmetnar eins og sakir standa. Svo lengi sem KB banki og Landsbankinn eru íslenzkir bankar, hlýtur það í ljósi sögunnar að teljast líklegt, að íslenzka ríkið hlypi undir bagga með þeim, ef á þyrfti að halda. Ef bankarnir færu úr landi og tækju sér önnur ríkisföng, myndi óbein og óskrifuð ábyrgð íslenzka ríkisins og þá um leið íslenzkra skattgreiðenda gagnvart bönkunum minnka. Sú viðtekna bókhaldsvenja að taka allar erlendar skuldir með í reikninginn, einnig þær, sem stofnað er til við milligöngu íslenzkra banka milli erlendra lánveitenda og erlendra skuldara, á því fullan rétt á sér. Þær skuldir, sem íslenzkir bankar hafa stofnað til með því til dæmis að veita ensku sparifé til danskra fyrirtækja, eru því réttmætur hluti af heildarskuldum Íslendinga í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hvernig er bezt að lýsa skuldasöfnun Íslendinga í útlöndum? Erlendar skuldir eru oftast metnar eins og þær koma af skepnunni og bornar við landsframleiðsluna, því að hana má hafa til marks um endurgreiðslugetu innlendra lántakenda. Stundum er skuldastaðan heldur borin saman við útflutningstekjur, því að þær skila sér allar í erlendum gjaldeyri og eru því skárri mælikvarði á endurgreiðslugetuna en landsframleiðslan, sem skilar sér að mestu í íslenzkum krónum frekar en í beinhörðum gjaldeyri, en látum það vera. Ef skuldirnar vaxa líkt og landsframleiðslan, þá er ekkert athugavert við skuldasöfnunina, hún er þvert á móti eðlileg í gróandi þjóðlífi. Ef skuldirnar vaxa hraðar en framleiðslan, svo að hlutfall erlendra skulda og landsframleiðslunnar hækkar með tímanum, þá er ástæða til að staldra við og athuga, hvort skuldahlutfallið stefnir í óviðráðanlegar hæðir og hvort vöxtur skuldanna stenzt samanburð við þróun skulda í öðrum áþekkum löndum. Sumir líta svo á, að þessi algenga aðferð eigi ekki lengur jafnvel við og áður. Þeir segja: frá skuldunum þarf að draga eignirnar, sem keyptar eru fyrir lánsféð, og líta á hreinar skuldir við útlönd, það er erlendar skuldir að frádregnum erlendum eignum. Þeir bæta því gjarnan við, að síðustu ár hafi íslenzkir bankar í stórauknum stíl miðlað lánsfé milli erlendra viðskiptavina og auknar skuldir bankanna vegna erlendra viðskipta eigi því naumast heima í yfirlitstölum um erlendar skuldir Íslands. Hvað er hæft í þessu? Fyrri ábendingin á við gild rök að styðjast. Ef lán er tekið til að standa straum af fjárfestingu, er lántakan hagkvæm svo lengi sem eignin, sem fjárfest er í, skilar meiri arði en sem nemur vaxtagreiðslum og afborgunum af skuldinni. Af þessu má ráða nauðsyn þess, að framkvæmdirnar við Kárahnjúka skili nægum - og gagnsæjum! - arði. Þeir, sem eru læsir á ársreikninga fyrirtækja, geta að sönnu ráðið arðsemina nokkurn veginn af ársreikningum Landsvirkjunar, en samt virðast Landsvirkjun og yfirboðarar hennar í ríkisstjórninni sjá sér hag í að sveipa málið leyndarhjúp. Leyndin hefur torveldað umræðu um hagkvæmni framkvæmdanna og vakið skiljanlega tortryggni. Gögnum Seðlabankans um erlend eignakaup innlendra aðila og um fjárstreymi að og frá landinu yfirleitt er með líku lagi ábótavant. Skekkjan í greiðslujafnaðarbókhaldi Seðlabankans fyrir 2005 nemur 6 prósentum af landsframleiðslu, en svo mikil bókhaldsskekkja er fáheyrð í seðlabankareikningum þróaðra ríkja. Það verður því ekki með góðu móti ráðið af gögnum bankans, hversu mikil eignamyndun hefur átt sér stað á móti skuldasöfnun Íslendinga í útlöndum. Þær tölur, sem Seðlabankinn birtir, benda þó til þess, að erlendar skuldir hafi aukizt langt umfram fastar erlendar eignir, enda er það alkunna, að Íslendingar hafa keypt sér bíla, íbúðarhúsnæði og neyzluvörur í stórum stíl frekar en framleiðslutæki fyrir erlent lánsfé. Skýr sundurliðun erlendra eigna er nauðsynleg forsenda fullnægjandi áhættumats á erlendum skuldum þjóðarinnar, en slíka sundurliðun er þó hvergi að finna í gögnum Seðlabankans. Síðari ábendingin - um það, að erlendar skuldir þjóðarbúsins myndu minnka til muna, ef bankarnir flyttu búferlum til útlanda, og þær séu því ofmetnar eftir því - orkar tvímælis. Hugsum okkur, að KB banki flytti til Englands með allt sitt hafurtask eða Landsbankinn til Rússlands og tæki með sér þangað austur skuldirnar, sem hann hefur stofnað til vegna erlendra viðskiptavina sinna. Við það myndu skráðar erlendar skuldir Íslendinga skreppa saman sem því næmi. En það þýðir þó ekki, að erlendar skuldir Íslendinga séu að sama skapi ofmetnar eins og sakir standa. Svo lengi sem KB banki og Landsbankinn eru íslenzkir bankar, hlýtur það í ljósi sögunnar að teljast líklegt, að íslenzka ríkið hlypi undir bagga með þeim, ef á þyrfti að halda. Ef bankarnir færu úr landi og tækju sér önnur ríkisföng, myndi óbein og óskrifuð ábyrgð íslenzka ríkisins og þá um leið íslenzkra skattgreiðenda gagnvart bönkunum minnka. Sú viðtekna bókhaldsvenja að taka allar erlendar skuldir með í reikninginn, einnig þær, sem stofnað er til við milligöngu íslenzkra banka milli erlendra lánveitenda og erlendra skuldara, á því fullan rétt á sér. Þær skuldir, sem íslenzkir bankar hafa stofnað til með því til dæmis að veita ensku sparifé til danskra fyrirtækja, eru því réttmætur hluti af heildarskuldum Íslendinga í útlöndum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun