Innlent

Verk Ólafs slegið á átján milljónir

Verk eftir listamanninn fór á átján milljónir hjá Christie´s í London á þriðjudaginn.
Verk eftir listamanninn fór á átján milljónir hjá Christie´s í London á þriðjudaginn.

Listaverkið Jöklasería (Gletscher Serien), eftir Íslendinginn Ólaf Elíasson, var selt á rúmar átján milljónir hjá upphoðshaldaranum Christie"s á þriðjudaginn.

Sjö íslensk listaverk voru til sölu á uppboðinu; öll voru seld nema eitt: Án titils verk eftir Nínu Tryggvadóttur frá árinu 1959.

Fjögur verkanna voru eftir Ólaf Elíasson. Eitt verka Ólafs var selt fyrir rúmlega sexhundruð þúsund og rúm milljón fékkst fyrir hin tvö.

Rúmar þrjár milljónir voru greiddar fyrir verk Louisu Matthíasdóttur af höfninni í Reykjavík og tæp fimm og hálf milljón fékkst fyrir verk Jóhannesar Kjarvals, Landslag.

Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, man ekki eftir því að verk eftir íslenska listamenn hafi áður verið seld hjá stóru uppboðshöldurunum Sotheby"s og Christies. ,,Kjarval er frábær listamaður en hans orðspor hefur algerlega verið bundið við Ísland og það er mjög ánægjulegt að hann skuli vera seldur fyrir svona háa upphæð hjá svona þekktum uppboðshaldara,“ segir Hannes og bætir því við að enginn íslenskur listamaður hafi komist lengra í því að fá viðurkenningu í hinum alþjóðlega myndlistarheimi en Ólafur Elíasson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×