Gerðu heimildarmynd um aktívisma 2. nóvember 2006 16:15 Ný heimildarmynd þeirra um aktívisma hjá ungu fólki verður frumsýnd á næstunni. MYND/Hörður Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Verður myndin sýnd í framhaldsskólum og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. "Ég vann hjá Amnesty International við að skrá fólk í samtökin og segja því frá Amnesty og tók eftir því að ungt fólk er mjög áhugasamt um aktívisma og að hafa áhrif á samfélagið. Það veit bara ekki hvaða leiðir eru notaðar og kannast ekki við hugtakið," segir Áslaug, sem leggur stund á mannfræði í háskólanum, en Garðar les aftur á móti hagfræði. "Í myndinni erum við að taka saman hvað er að gerast í íslenskum aktívisma hjá ungu fólki og sýna að það er hægt að fara margar leiðir til að hafa áhrif, t.d. fara í mótmælagöngur, halda tónleika eða skrifa bréf til stjórnvalda," segir Áslaug. Aðspurð segir hún aktívisma vera það að hafa með virkum hætti áhrif á samfélagið. "Þetta er mjög vítt og opið hugtak og nær yfir margar aðgerðir. Það fer eftir túlkun hvers og eins." Þau Áslaug og Garðar, sem unnu myndina í sameiningu, sóttu um styrk úr Nýsköpunarsjóði og sjóði fyrir ungt fólk í Evrópu til að vinna myndina, auk þess sem Amnesty International styrkti gerð hennar. Upptökur hófust í lok maí. "Við hittum mikið af frábæru fólki sem er að gera magnaða hluti. Við fórum upp á Kárahnjúka, mættum á alls konar samkomur og tókum viðtöl við fullt af fólki, meðal annars meðlimi félagsins Ísland-Palestína, fólk úr náttúrverndarbaráttu og félaga í Amnesty," segir Áslaug, sem starfar enn í hlutastarfi hjá samtökunum. Plötusnúðurinn Hermigervill, sem hefur gefið út tvær vel heppnaðar plötur, semur alla tónlistina í myndinni. Stefnt er á frumsýningu hennar í nóvember. Menning Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Verður myndin sýnd í framhaldsskólum og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. "Ég vann hjá Amnesty International við að skrá fólk í samtökin og segja því frá Amnesty og tók eftir því að ungt fólk er mjög áhugasamt um aktívisma og að hafa áhrif á samfélagið. Það veit bara ekki hvaða leiðir eru notaðar og kannast ekki við hugtakið," segir Áslaug, sem leggur stund á mannfræði í háskólanum, en Garðar les aftur á móti hagfræði. "Í myndinni erum við að taka saman hvað er að gerast í íslenskum aktívisma hjá ungu fólki og sýna að það er hægt að fara margar leiðir til að hafa áhrif, t.d. fara í mótmælagöngur, halda tónleika eða skrifa bréf til stjórnvalda," segir Áslaug. Aðspurð segir hún aktívisma vera það að hafa með virkum hætti áhrif á samfélagið. "Þetta er mjög vítt og opið hugtak og nær yfir margar aðgerðir. Það fer eftir túlkun hvers og eins." Þau Áslaug og Garðar, sem unnu myndina í sameiningu, sóttu um styrk úr Nýsköpunarsjóði og sjóði fyrir ungt fólk í Evrópu til að vinna myndina, auk þess sem Amnesty International styrkti gerð hennar. Upptökur hófust í lok maí. "Við hittum mikið af frábæru fólki sem er að gera magnaða hluti. Við fórum upp á Kárahnjúka, mættum á alls konar samkomur og tókum viðtöl við fullt af fólki, meðal annars meðlimi félagsins Ísland-Palestína, fólk úr náttúrverndarbaráttu og félaga í Amnesty," segir Áslaug, sem starfar enn í hlutastarfi hjá samtökunum. Plötusnúðurinn Hermigervill, sem hefur gefið út tvær vel heppnaðar plötur, semur alla tónlistina í myndinni. Stefnt er á frumsýningu hennar í nóvember.
Menning Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira