Guðbjartur Hannesson hlaut 477 atkvæði í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Talningu atkvæða lauk seint á sunnudagskvöld. Karl Matthíasson fékk 552 atkvæði í 1. til 2. sætið, Anna Kristín Gunnarsdóttir fékk 582 atkvæði í 1. til 3. sætið og Sigurður Pétursson fékk 790 atkvæði í 1. til 4. sæti.
Alls greiddu 1.668 manns atkvæði og voru 69 seðlar auðir eða ógildir.
Innlent