Alveg bannað að svindla 31. október 2006 00:00 Freyja með bikarinn Ásamt Jóhanni Pétri Hilmarssyni sem sigraði í karlaflokki. Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti. Freyja er mikil fitness-drottning því hún hefur sigrað í öllum Íslandsmeistaramótum sem hún hefur tekið þátt í, árin 1999, 2000, 2001, 2002 og 2004, auk þess að sigra í ár. Þá hefur hún líka sigrað í fjórum bikarmótum, en bikar- og Íslandsmeistaramótið eru helstu fitness-mótin á Íslandi. „Ég var í fimleikum til 17 ára aldurs og fór í þetta þegar mig vantaði eitthvað eftir fimleikana. Ég keppti ekki árið 2003 því ég var ólétt og gat ekki keppt og í fyrra var ég að undirbúa það að flytja til Noregs," segir Freyja. Hún býr í Álasundi með knattspyrnukappanum Haraldi Frey Guðmundssyni, sem hefur verið að gera góða hluti í vörninni með Álasundsliðinu. Freyja segist aldrei hafa verið í eins góðu formi og núna og var sex kílóum léttari nú en árið 2004. Meðal þess sem hún afrekaði á Icefitness var að taka 80 armbeygjur á 1.14 mínútu og hékk í næstum 3 mínútur í „fitnessgreip", sem henni finnst reyndar leiðinlegasta greinin. „Fyrst og fremst þarf maður bara að vera ógeðslega agaður. Ég er náttúrlega með góðan grunn, til dæmis er ég heppin að hafa fæðst með góða líkamsbyggingu, og hef alltaf hreyft mig mikið. Tólf vikum áður byrjar maður að fókusera á keppnina. Það er alveg bannað að svindla því smá svindl á hverjum degi hleður utan á sig og er orðið eins og stór máltíð á föstudegi. Ég neita því ekki að maður er oft þreyttur á þessu á tímabilinu, en nokkrum dögum fyrir mót fyllist maður eldmóði og sér fram á að þetta er að verða búið." Freyja getur þó enn ekki slappað af þótt hún hafi rúllað Icefitness-keppninni upp því bikarmótið fer fram á laugardaginn. „Það er frábært að hafa þessi tvö mót svona í röð," segir Freyja, sem æfir nú á fullu og ætlar ekki að gefa neitt eftir á laugardaginn. Innlendar Innlent Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti. Freyja er mikil fitness-drottning því hún hefur sigrað í öllum Íslandsmeistaramótum sem hún hefur tekið þátt í, árin 1999, 2000, 2001, 2002 og 2004, auk þess að sigra í ár. Þá hefur hún líka sigrað í fjórum bikarmótum, en bikar- og Íslandsmeistaramótið eru helstu fitness-mótin á Íslandi. „Ég var í fimleikum til 17 ára aldurs og fór í þetta þegar mig vantaði eitthvað eftir fimleikana. Ég keppti ekki árið 2003 því ég var ólétt og gat ekki keppt og í fyrra var ég að undirbúa það að flytja til Noregs," segir Freyja. Hún býr í Álasundi með knattspyrnukappanum Haraldi Frey Guðmundssyni, sem hefur verið að gera góða hluti í vörninni með Álasundsliðinu. Freyja segist aldrei hafa verið í eins góðu formi og núna og var sex kílóum léttari nú en árið 2004. Meðal þess sem hún afrekaði á Icefitness var að taka 80 armbeygjur á 1.14 mínútu og hékk í næstum 3 mínútur í „fitnessgreip", sem henni finnst reyndar leiðinlegasta greinin. „Fyrst og fremst þarf maður bara að vera ógeðslega agaður. Ég er náttúrlega með góðan grunn, til dæmis er ég heppin að hafa fæðst með góða líkamsbyggingu, og hef alltaf hreyft mig mikið. Tólf vikum áður byrjar maður að fókusera á keppnina. Það er alveg bannað að svindla því smá svindl á hverjum degi hleður utan á sig og er orðið eins og stór máltíð á föstudegi. Ég neita því ekki að maður er oft þreyttur á þessu á tímabilinu, en nokkrum dögum fyrir mót fyllist maður eldmóði og sér fram á að þetta er að verða búið." Freyja getur þó enn ekki slappað af þótt hún hafi rúllað Icefitness-keppninni upp því bikarmótið fer fram á laugardaginn. „Það er frábært að hafa þessi tvö mót svona í röð," segir Freyja, sem æfir nú á fullu og ætlar ekki að gefa neitt eftir á laugardaginn.
Innlendar Innlent Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira