Kæra nauðgunartilraun 31. október 2006 06:45 Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslagsmál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði. Innlent Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslagsmál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði.
Innlent Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira