Á eldfjalli hugmynda 31. október 2006 01:00 Edda Rós Karlsdóttir Allt mælir gegn áframhaldandi stóriðjustefnu og verði henni haldið áfram mun hún hafa skaðleg og hamlandi áhrif á aðra framtíðarmöguleika, atvinnuvegi og lífsgæði í landinu, að mati félagsmanna Framtíðarlandsins. Á haustþingi félagsins, sem fram fór á sunnudaginn, voru reifaðir ýmsir valmöguleikar við nefnda stóriðjustefnu. Á það var bent að stjórnvöld ættu fremur að leggja grunn að lífvænlegu samfélagi en að færa litlum bæjarfélögum heilu álverin. Margt annað en umhverfismál bar á góma á fundinum. Rögnvaldur Sæmundsson, forstöðumaður frumkvöðla-seturs Háskólans í Reykjavík, ræddi til að mynda um frumkvöðlastarfsemi og sagði í því samhengi að á Íslandi skorti efnahagslegt jafnvægi. Í hringborðsumræðum tók Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbanka undir þetta og sagði að það eina sem væri stöðugt við núverandi gengisstefnu og „krónu-lufsuna“ væri óstöðugleikinn. Ljóst má því vera að félagar í Framtíðarlandinu horfa ekki á umhverfismálin ein, heldur á marga þætti þjóðlífsins. Það er að skilja á talsmönnum samtakanna að þau muni beita sér í stjórnmálum í vetur. „Það er tilfinning margra að pólitískur kúltúr á Íslandi sé ónýtur, því tal og aðgerðir stjórnmálamanna slá ekki lengur í takt við hjartslátt þjóðarinnar. Þess vegna vill Framtíðarlandið vera umræðuvettvangur og búa til pólitík upp á nýtt,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Í pallborðs-umræðum tók einnig til máls Baltasar Kormákur leikstjóri og ræddu þau Edda Rós ásamt Skúla Skúlasyni, rektor Háskólans á Hólum, meðal annars um byggðamál. Benti Edda Rós þar á að það sem Íslendingar kölluðu byggðavanda væri einungis það að fólk flytti frá einum stað til annars vegna mismikilla atvinnutækifæra. Þetta kallaðist hjá öðrum þjóðum flutningar og framþróun, sagði Edda. Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Allt mælir gegn áframhaldandi stóriðjustefnu og verði henni haldið áfram mun hún hafa skaðleg og hamlandi áhrif á aðra framtíðarmöguleika, atvinnuvegi og lífsgæði í landinu, að mati félagsmanna Framtíðarlandsins. Á haustþingi félagsins, sem fram fór á sunnudaginn, voru reifaðir ýmsir valmöguleikar við nefnda stóriðjustefnu. Á það var bent að stjórnvöld ættu fremur að leggja grunn að lífvænlegu samfélagi en að færa litlum bæjarfélögum heilu álverin. Margt annað en umhverfismál bar á góma á fundinum. Rögnvaldur Sæmundsson, forstöðumaður frumkvöðla-seturs Háskólans í Reykjavík, ræddi til að mynda um frumkvöðlastarfsemi og sagði í því samhengi að á Íslandi skorti efnahagslegt jafnvægi. Í hringborðsumræðum tók Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbanka undir þetta og sagði að það eina sem væri stöðugt við núverandi gengisstefnu og „krónu-lufsuna“ væri óstöðugleikinn. Ljóst má því vera að félagar í Framtíðarlandinu horfa ekki á umhverfismálin ein, heldur á marga þætti þjóðlífsins. Það er að skilja á talsmönnum samtakanna að þau muni beita sér í stjórnmálum í vetur. „Það er tilfinning margra að pólitískur kúltúr á Íslandi sé ónýtur, því tal og aðgerðir stjórnmálamanna slá ekki lengur í takt við hjartslátt þjóðarinnar. Þess vegna vill Framtíðarlandið vera umræðuvettvangur og búa til pólitík upp á nýtt,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Í pallborðs-umræðum tók einnig til máls Baltasar Kormákur leikstjóri og ræddu þau Edda Rós ásamt Skúla Skúlasyni, rektor Háskólans á Hólum, meðal annars um byggðamál. Benti Edda Rós þar á að það sem Íslendingar kölluðu byggðavanda væri einungis það að fólk flytti frá einum stað til annars vegna mismikilla atvinnutækifæra. Þetta kallaðist hjá öðrum þjóðum flutningar og framþróun, sagði Edda.
Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira