Steinunn Þóra Árnadóttir gefur kost á sér í fjórða sæti í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmin.
Steinunn Þóra sat í stjórn Reykjavíkur-félags Vinstri grænna árin 2003 til 2005. Sat hún í nokkur ár í miðnefnd Samtaka herstöðva-andstæðinga. Þá hefur hún gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir MS-félag Íslendinga og Öryrkjabandalagið, þar sem hún situr nú í framkvæmdastjórn.