Innlent

Fatlaðir fá aðild að stéttarfélagi

Undirritað verður í dag samkomulag Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar um réttindi og kjör þeirra sem starfa hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi. Þetta er fyrsta samkomulag sinnar tegundar sem sveitarfélag gerir við verkalýðsfélag á Íslandi.

Ólöf Leifsdóttir, forstöðumaður Bjargs-Iðjulunds, segir að verið sé að bæta kjör og réttindi fatlaðra á vinnustöðum fatlaðra. Fatlaðir geti nú átt aðild að stéttarfélagi og njóta allra almennra réttinda. Laun verði greidd í samræmi við vinnugetu samkvæmt samræmdu starfsmati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×