Færeyskir meistarar 31. október 2006 13:30 Færeysk myndlist Færeyskur dans, 1961 eftir Sámal Joensen-Mikines. Nýlega var tilkynnt að Deutsche Bank ætti fimmtíu þúsund myndlistarverk: íslensku bankarnir eiga eitthvað færri og flest eru eftir íslenska listamenn, en um helgina var opnuð sýning í aðalsal gamla Landsbankans í Austurstræti á verkum þriggja færeyskra meistara. Um er að ræða skiptisýningar á verkum Landsbanka Íslands og Færeyjabanka en fyrirtæki þessi fagna stórafmæli á þessu ári – Færeyjabanki aldarafmæli og Landsbankinn 120 ára afmæli. Sú hugmynd að halda sameiginlega upp á stórafmælin með þessum hætti varð til á fundum forsvarsmanna bankanna seint á síðasta ári. Á sýningunum eru verk eftir þrjá listamenn frá hvoru landi sem allir eru verðugir fulltrúar síns lands og sinnar kynslóðar en sýningarnar bera yfirskriftina „Maður, náttúra og mynd“. Í Færeyjabanka verða sýnd verk í eigu Landsbankans eftir listamennina Eggert Pétursson, Kristján Davíðsson og Jóhannes S. Kjarval. Í Landsbankanum í Austurstræti verða til sýnis glæsileg verk í eigu Færeyjabanka eftir færeysku listamennina Ingálv av Reyni, Sámal Joensen-Mikines og Zacharias Heinesen. Hinn fyrstnefndi er talinn meðal fremstu módernista á Norðurlöndunum en Færeyjarbanki á nokkur verka hans sem ekki hafa áður verið sýnd utan eyjanna. Mikines var einn fyrsti nútímalegi túlkandi lifnaðarhátta á sínum heimaslóðum og miðla verk hans fjölbreytileika þeirra með eftirminnilegum hætti. Heinesen er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann oftsinnis ferðast hingað. Hann hefur unnið af mikill leikni, bæði í hlutlægum og óhlutlægum stíl og þykir sýna sérstakt næmi fyrir litum og hrynjandi forma. Sýningarnar standa yfir til 30. nóvember og verða öllum opnar á afgreiðslutíma bankanna. Á völdum dögum á sýningartímanum er ráðgert að bjóða upp á leiðsögn listfræðings og verður það auglýst síðar. Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Nýlega var tilkynnt að Deutsche Bank ætti fimmtíu þúsund myndlistarverk: íslensku bankarnir eiga eitthvað færri og flest eru eftir íslenska listamenn, en um helgina var opnuð sýning í aðalsal gamla Landsbankans í Austurstræti á verkum þriggja færeyskra meistara. Um er að ræða skiptisýningar á verkum Landsbanka Íslands og Færeyjabanka en fyrirtæki þessi fagna stórafmæli á þessu ári – Færeyjabanki aldarafmæli og Landsbankinn 120 ára afmæli. Sú hugmynd að halda sameiginlega upp á stórafmælin með þessum hætti varð til á fundum forsvarsmanna bankanna seint á síðasta ári. Á sýningunum eru verk eftir þrjá listamenn frá hvoru landi sem allir eru verðugir fulltrúar síns lands og sinnar kynslóðar en sýningarnar bera yfirskriftina „Maður, náttúra og mynd“. Í Færeyjabanka verða sýnd verk í eigu Landsbankans eftir listamennina Eggert Pétursson, Kristján Davíðsson og Jóhannes S. Kjarval. Í Landsbankanum í Austurstræti verða til sýnis glæsileg verk í eigu Færeyjabanka eftir færeysku listamennina Ingálv av Reyni, Sámal Joensen-Mikines og Zacharias Heinesen. Hinn fyrstnefndi er talinn meðal fremstu módernista á Norðurlöndunum en Færeyjarbanki á nokkur verka hans sem ekki hafa áður verið sýnd utan eyjanna. Mikines var einn fyrsti nútímalegi túlkandi lifnaðarhátta á sínum heimaslóðum og miðla verk hans fjölbreytileika þeirra með eftirminnilegum hætti. Heinesen er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann oftsinnis ferðast hingað. Hann hefur unnið af mikill leikni, bæði í hlutlægum og óhlutlægum stíl og þykir sýna sérstakt næmi fyrir litum og hrynjandi forma. Sýningarnar standa yfir til 30. nóvember og verða öllum opnar á afgreiðslutíma bankanna. Á völdum dögum á sýningartímanum er ráðgert að bjóða upp á leiðsögn listfræðings og verður það auglýst síðar.
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira