Innlent

Reykjavík fái meiri tekjur

örn sigurÐsson Hagkvæmni og arðsemi er eina viðmiðið sem hægt er að nota þegar verkefnum í vegaframkvæmdum er forgangsraðað.
örn sigurÐsson Hagkvæmni og arðsemi er eina viðmiðið sem hægt er að nota þegar verkefnum í vegaframkvæmdum er forgangsraðað.

Það þarf að auka fjármagn til uppbyggingar vegakerfisins í kringum höfuðborgarsvæðið og arðsemi þarf að ráða för þegar vegaframkvæmdir eru annars vegar. Þetta er eitt af því sem fram kemur í umræðutillögum um arðsemi og öryggi stofnbrauta á Suðvesturlandi sem Samtök um betri byggð hafa sett fram.

Örn Sigurðsson sem situr í stjórn Samtaka um betri byggð segir samtökin hafa gert sundurliðaða kostnaðaráætlun sem hljóði upp á tæpa fimmtán milljarða sem verja ætti í ýmsar úrbætur í vegakerfinu. Þessar úrbætur eru nauðsynlegar til að auka umferðaröryggi en langflest og alvarlegustu umferðarslysin verða innan við sjötíu kílómetra frá höfuðborginni.

Örn segir það skjóta skökku við að nágrenni höfuðborgarsvæðisins sitji á hakanum þegar kemur að uppbyggingu umferðarmannvirkja á meðan byggð eru Héðinsfjarðargöng sem komi til með að hafa neikvæða arðsemi. Hagkvæmni og arðsemi er eina viðmiðið sem hægt er að nota þegar verkefnum er forgangsraðað.

Örn segir að um langt árabil hafi sjötíu prósent tekna af umferðinni komið af höfuðborgarsvæðinu en til baka hafa komið um og innan við 25 prósent af framkvæmdafé til stofnbrauta á svæðinu sem sé allt of lítið hlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×