Bann í trássi við reglurnar 23. október 2006 06:45 Stefán Geir Þórisson hrl. Komst að þeirri niðurstöðu að bann við áfengisauglýsingum hér á landi væri í trássi við reglur. Hið íslenska auglýsingabann á áfengi takmarkar í ríkara mæli möguleika til að koma á markað framleiðsluvörum frá öðrum EES-ríkjum en innlendum framleiðsluvörum. Þetta er ályktun sem Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður dró í erindi sem hann flutti nýverið um áfengisauglýsingar í Háskóla Reykjavíkur. Í erindi sínu fór Stefán Geir yfir tvö mál frá Svíþjóð og Noregi þar sem niðurstaðan var sú að með auglýsingabanni væru brotnar reglur Evrópuréttarins um frjálsa vöruflutninga og þjónustu. Í dómunum kæmi fram að hægt væri að ná markmiðum auglýsingabanns, til dæmis varðandi heilsu, með aðferðum sem hefðu minni áhrif á frjálst flæði vöru og þjónustu en algert auglýsingabann. Á fundinum urðu nokkrar umræður um nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem framkvæmdastjóri Rolf Johansen & Co var dæmdur fyrir birtingu áfengisauglýsinga og kom fram að menn töldu dóminn ekki í fullkomnu samræmi við Evrópureglurnar. Vonandi verður lögunum breytt þannig að þau samrýmist bæði Evrópureglum og almennri vitund almennings fyrir því hvernig þetta eigi að vera. Ástandið núna er óþolandi fyrir alla því að það er mikið um auglýsingar á áfengi og svo virðist handahófskennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki, segir Stefán Geir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að lögreglustjórarnir í landinu sjái um að ákæra í brotum á áfengisauglýsingabanni og þeir meti hvert tilvik fyrir sig. Ekki sé hægt að segja að það sé tilviljanakennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki. Býsna mörg mál hafi verið tekin fyrir, meðal annars verði eitt mál tekið fyrir í Hæstarétti í næstu viku. Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Hið íslenska auglýsingabann á áfengi takmarkar í ríkara mæli möguleika til að koma á markað framleiðsluvörum frá öðrum EES-ríkjum en innlendum framleiðsluvörum. Þetta er ályktun sem Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður dró í erindi sem hann flutti nýverið um áfengisauglýsingar í Háskóla Reykjavíkur. Í erindi sínu fór Stefán Geir yfir tvö mál frá Svíþjóð og Noregi þar sem niðurstaðan var sú að með auglýsingabanni væru brotnar reglur Evrópuréttarins um frjálsa vöruflutninga og þjónustu. Í dómunum kæmi fram að hægt væri að ná markmiðum auglýsingabanns, til dæmis varðandi heilsu, með aðferðum sem hefðu minni áhrif á frjálst flæði vöru og þjónustu en algert auglýsingabann. Á fundinum urðu nokkrar umræður um nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem framkvæmdastjóri Rolf Johansen & Co var dæmdur fyrir birtingu áfengisauglýsinga og kom fram að menn töldu dóminn ekki í fullkomnu samræmi við Evrópureglurnar. Vonandi verður lögunum breytt þannig að þau samrýmist bæði Evrópureglum og almennri vitund almennings fyrir því hvernig þetta eigi að vera. Ástandið núna er óþolandi fyrir alla því að það er mikið um auglýsingar á áfengi og svo virðist handahófskennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki, segir Stefán Geir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að lögreglustjórarnir í landinu sjái um að ákæra í brotum á áfengisauglýsingabanni og þeir meti hvert tilvik fyrir sig. Ekki sé hægt að segja að það sé tilviljanakennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki. Býsna mörg mál hafi verið tekin fyrir, meðal annars verði eitt mál tekið fyrir í Hæstarétti í næstu viku.
Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira