Afköst Landspítalans meiri en fjárframlög standa í stað 21. október 2006 07:00 Samanburður á fjárveitingum ríkisins til Landspítalans milli ára á föstu verðlagi 2006 sýnir að rekstrarkostnaður spítalans hefur staðið í stað síðan 1999. Spítalanum er ætlað 3,1 prósentustigi minna fé til rekstursins á næsta ári samanborið við árið 1999. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist margfalt. Þetta er niðurstaðan þegar kostnaður við S-merkt lyf, sem voru fyrir árið 2001 greidd af Tryggingastofnun, og stofnkostnaður við Barnaspítalann, er dreginn frá öðrum rekstrargjöldum spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, staðfestir þetta og segir spítalann í raun vera rekinn á sömu raunkrónutölunni síðustu fimm til sex ár. Hann segir að ríkisendurskoðun hafi bent á þetta í endurskoðun sinni fram til ársins 2005. „Í þessu samhengi er vert að athuga hvað við höfum verið að gera. Þar höfum við mikla fjölgun aðgerða eins og hjartaþræðinga, kransæðavíkkana, mikla fjölgun í komum á dag- og göngudeildir og fleira. Ábatinn birtist ekki í lækkun raunkostnaðarins heldur í meiri þjónustu við skjólstæðinga okkar. Árangurinn er því mjög góður að mínu mati." Magnús segir að kannski sé þetta einfölduð mynd en raunveruleikinn engu að síður. Ef litið er til fjárlaga ársins 2007, þar sem stjórnvöld fara fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006, er ekki tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstursáætlun ársins 2006 var gerð. „Ef stjórnvöld ætla að bæta hallann sem er á rekstrinum í ár þá er rökrétt að þau hækki fjárframlög til næsta árs um samsvarandi upphæð. Ef litið er til raunkrónutölunnar á þessu ári hefðu framlögin þurft að vera töluvert hærri á næsta ári." Magnús segir að aðferðin við áætlanagerð hafi verið sú að lækka framlög til spítalans með ósk um hagræðingu í rekstri á móti. „Það höfum við reynt að gera og ég gagnrýni það ekki. Ég segi samt á móti að líta verður á þjónustuna sem alltaf er að aukast." Magnús bendir jafnframt á að samhengi þurfi að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og hún eykst jafnt og þétt." Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Samanburður á fjárveitingum ríkisins til Landspítalans milli ára á föstu verðlagi 2006 sýnir að rekstrarkostnaður spítalans hefur staðið í stað síðan 1999. Spítalanum er ætlað 3,1 prósentustigi minna fé til rekstursins á næsta ári samanborið við árið 1999. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist margfalt. Þetta er niðurstaðan þegar kostnaður við S-merkt lyf, sem voru fyrir árið 2001 greidd af Tryggingastofnun, og stofnkostnaður við Barnaspítalann, er dreginn frá öðrum rekstrargjöldum spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, staðfestir þetta og segir spítalann í raun vera rekinn á sömu raunkrónutölunni síðustu fimm til sex ár. Hann segir að ríkisendurskoðun hafi bent á þetta í endurskoðun sinni fram til ársins 2005. „Í þessu samhengi er vert að athuga hvað við höfum verið að gera. Þar höfum við mikla fjölgun aðgerða eins og hjartaþræðinga, kransæðavíkkana, mikla fjölgun í komum á dag- og göngudeildir og fleira. Ábatinn birtist ekki í lækkun raunkostnaðarins heldur í meiri þjónustu við skjólstæðinga okkar. Árangurinn er því mjög góður að mínu mati." Magnús segir að kannski sé þetta einfölduð mynd en raunveruleikinn engu að síður. Ef litið er til fjárlaga ársins 2007, þar sem stjórnvöld fara fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006, er ekki tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstursáætlun ársins 2006 var gerð. „Ef stjórnvöld ætla að bæta hallann sem er á rekstrinum í ár þá er rökrétt að þau hækki fjárframlög til næsta árs um samsvarandi upphæð. Ef litið er til raunkrónutölunnar á þessu ári hefðu framlögin þurft að vera töluvert hærri á næsta ári." Magnús segir að aðferðin við áætlanagerð hafi verið sú að lækka framlög til spítalans með ósk um hagræðingu í rekstri á móti. „Það höfum við reynt að gera og ég gagnrýni það ekki. Ég segi samt á móti að líta verður á þjónustuna sem alltaf er að aukast." Magnús bendir jafnframt á að samhengi þurfi að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og hún eykst jafnt og þétt."
Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira