Vendipunktar Valgerðar 21. október 2006 11:00 Fer frjálslega með Miðilinn Valgerður Hauksdóttir myndlistarmaður sýnir í Hafnarborg. MYND/GVA Valgerður Hauksdóttir grafíklistamaður sýnir verk sín í sölum Hafnarborgar þessa dagana. Sýningin „Vendipunktar" ber nafn sitt með rentu en á sýningunni hefur listamaðurinn valið verk sem hafa haft áhrif á þróun hennar. Valgerður sérhæfði sig í steinþrykki og ætingu en hún nam myndlist í Bandaríkjunum á sínum tíma og hefur kennt grafíklist hér á landi auk þess að vera gestakennari eða fyrirlesari við háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Á dögunum kom einnig út bók um grafíklist í Bretlandi eftir listfræðinginn Richard Noyce, Printmaking on the Edge, þar sem fjallað er um verk Valgerðar. „Yfirskrift sýningarinnar nú er bæði hugmyndafræðileg og sálræn," útskýrir Valgerður. „Ég sýni ákveðin atriði sem hafa breytt stefnunni hjá mér og verk sem verða því ákveðnir vendipunktar." Hún nefnir þar til dæmis nýja nýtingu myndflatarins. „Ég hef þróað mína eigin aðferð og fer frjálslega með miðilinn. Þannig eru verkin mín hálfgerðir hljóð- og pappírsskúlptúrar. Ég nýti myndflötinn eins og skúlptúr í stað þess að þrykkja myndinni á hefðbundinn hátt. Verkin ættu eðli málsins samkvæmt að vera í upplagi en eru í raun einstök verk, þau hanga í sýningarrýminu og fólk getur séð þau báðum megin. Ljós og skuggar skipa þannig jafn mikinn sess og myndefnið sjálft. Á efri hæð sýnir Valgerður ný verk unnin á tímabilinu 2003 til 2006, ljósmyndir og grafíkverk unnin með blandaðri tækni. Á neðri hæð, í Sverrissal, gefur að líta kynningu á hugmyndum og aðferðum er liggja að baki myndsköpun Valgerðar. Áhersla er lögð á hinn fræðandi þátt og nokkur lykilverk er hafa haft áhrif á þróun verka Valgerðar og er elsta verkið frá 1983. Um áhrifavalda sína og innblástur segir Valgerður að bakgrunnur sinn í náttúrufræðum og tónlist hafi töluverð áhrif á listsköpun hennar. „Það hefur til dæmis áhrif á myndbygginguna enda er heilmikill taktur eða púls í verkunum," segir hún og bendir á að á sýningunni nú séu tvö hljóðverk sem tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir verk hennar. Valgerður lauk tónlistarnámi á sama tíma og hún kláraði myndlistarnámið og segir þá reynslu hafa nýst vel. „Það er auðveldara að skynja abstrakt hugsun þegar maður vísar til tónlistarinnar. Það er erfiðara þegar fólk sér eitthvað sem það getur tengt við það sem það hefur séð fyrir. Stundum er gott að geta slökkt á því sem við þekkjum og notið hlutanna eins og þeir eru." Sýningin í Hafnarborg stendur til 30. október. Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Valgerður Hauksdóttir grafíklistamaður sýnir verk sín í sölum Hafnarborgar þessa dagana. Sýningin „Vendipunktar" ber nafn sitt með rentu en á sýningunni hefur listamaðurinn valið verk sem hafa haft áhrif á þróun hennar. Valgerður sérhæfði sig í steinþrykki og ætingu en hún nam myndlist í Bandaríkjunum á sínum tíma og hefur kennt grafíklist hér á landi auk þess að vera gestakennari eða fyrirlesari við háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Á dögunum kom einnig út bók um grafíklist í Bretlandi eftir listfræðinginn Richard Noyce, Printmaking on the Edge, þar sem fjallað er um verk Valgerðar. „Yfirskrift sýningarinnar nú er bæði hugmyndafræðileg og sálræn," útskýrir Valgerður. „Ég sýni ákveðin atriði sem hafa breytt stefnunni hjá mér og verk sem verða því ákveðnir vendipunktar." Hún nefnir þar til dæmis nýja nýtingu myndflatarins. „Ég hef þróað mína eigin aðferð og fer frjálslega með miðilinn. Þannig eru verkin mín hálfgerðir hljóð- og pappírsskúlptúrar. Ég nýti myndflötinn eins og skúlptúr í stað þess að þrykkja myndinni á hefðbundinn hátt. Verkin ættu eðli málsins samkvæmt að vera í upplagi en eru í raun einstök verk, þau hanga í sýningarrýminu og fólk getur séð þau báðum megin. Ljós og skuggar skipa þannig jafn mikinn sess og myndefnið sjálft. Á efri hæð sýnir Valgerður ný verk unnin á tímabilinu 2003 til 2006, ljósmyndir og grafíkverk unnin með blandaðri tækni. Á neðri hæð, í Sverrissal, gefur að líta kynningu á hugmyndum og aðferðum er liggja að baki myndsköpun Valgerðar. Áhersla er lögð á hinn fræðandi þátt og nokkur lykilverk er hafa haft áhrif á þróun verka Valgerðar og er elsta verkið frá 1983. Um áhrifavalda sína og innblástur segir Valgerður að bakgrunnur sinn í náttúrufræðum og tónlist hafi töluverð áhrif á listsköpun hennar. „Það hefur til dæmis áhrif á myndbygginguna enda er heilmikill taktur eða púls í verkunum," segir hún og bendir á að á sýningunni nú séu tvö hljóðverk sem tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir verk hennar. Valgerður lauk tónlistarnámi á sama tíma og hún kláraði myndlistarnámið og segir þá reynslu hafa nýst vel. „Það er auðveldara að skynja abstrakt hugsun þegar maður vísar til tónlistarinnar. Það er erfiðara þegar fólk sér eitthvað sem það getur tengt við það sem það hefur séð fyrir. Stundum er gott að geta slökkt á því sem við þekkjum og notið hlutanna eins og þeir eru." Sýningin í Hafnarborg stendur til 30. október.
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira