Bresk netveðmál bönnuð vestanhafs 18. október 2006 07:00 við tölvuna Breski veðbankinn Sportingbet hefur selt starfsemi sína í Bandaríkjunum fyrir jafnvirði 68 króna. MYND/AP Breska veðbankafyrirtækið Sportingbet, sem gerir netverjum kleift að leggja peninga undir ýmiss konar leiki, seldi um helgina starfsemi sína í Bandaríkjunum fyrir einn dal, jafnvirði rétt rúmra 68 íslenskra króna. Nokkrum klukkustundum eftir að salan gekk í gegn undirritaði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lög sem hamla því að Bandaríkjamenn geti lagt peninga undir hjá veðbankafyrirtækjum á netinu sem hafa starfsemi utan Bandaríkjanna. Sportingbet er skráð í kauphöll Lundúna í Bretlandi en er til húsa á Gíbraltar, sem lýtur breskum yfirráðum. Kauphöllin segir maðk vera í mysunni og ætlar að láta kanna hvort sala Sportingbet samræmist fyrirtækjalögum. Gengi bréfa í breskum veðbönkum hefur hrunið síðan í september en þá hófu bandarísk stjórnvöld aðför gegn erlendum fyrirtækjum sem þessu í Bandaríkjunum. Meðal annars var fyrrverandi stjórnarformaður Sportingbet handtekinn þegar hann var á ferð í Lousianaríki í Bandaríkjunum í síðasta á mánuði. Andrew McIver, forstjóri Sportingbet, segir leiðinlegt að bandaríska þingið hafi þvingað fyrirtækið til að loka starfsemi sinni. Sala á Bandaríkjaarminum hafi hins vegar komið í veg fyrir þau óþægindi sem lokun á starfseminni hefði haft í för með sér. Viðskipti Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska veðbankafyrirtækið Sportingbet, sem gerir netverjum kleift að leggja peninga undir ýmiss konar leiki, seldi um helgina starfsemi sína í Bandaríkjunum fyrir einn dal, jafnvirði rétt rúmra 68 íslenskra króna. Nokkrum klukkustundum eftir að salan gekk í gegn undirritaði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lög sem hamla því að Bandaríkjamenn geti lagt peninga undir hjá veðbankafyrirtækjum á netinu sem hafa starfsemi utan Bandaríkjanna. Sportingbet er skráð í kauphöll Lundúna í Bretlandi en er til húsa á Gíbraltar, sem lýtur breskum yfirráðum. Kauphöllin segir maðk vera í mysunni og ætlar að láta kanna hvort sala Sportingbet samræmist fyrirtækjalögum. Gengi bréfa í breskum veðbönkum hefur hrunið síðan í september en þá hófu bandarísk stjórnvöld aðför gegn erlendum fyrirtækjum sem þessu í Bandaríkjunum. Meðal annars var fyrrverandi stjórnarformaður Sportingbet handtekinn þegar hann var á ferð í Lousianaríki í Bandaríkjunum í síðasta á mánuði. Andrew McIver, forstjóri Sportingbet, segir leiðinlegt að bandaríska þingið hafi þvingað fyrirtækið til að loka starfsemi sinni. Sala á Bandaríkjaarminum hafi hins vegar komið í veg fyrir þau óþægindi sem lokun á starfseminni hefði haft í för með sér.
Viðskipti Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira