Þrándur í Götu mættur 18. október 2006 08:00 Nýtt bindi er komið út í hinni viðamiklu útgáfu Hins íslenska fornritafélags á textum miðalda sem hófust með útgáfu Sigurðar Nordal á Egils sögu 1933. Félagið var stofnað að frumkvæði Jóns Ásbjörnssonar hæstarréttarlögmanns 1928 og sótti hann fyrirmyndina að útgáfuhugmyndum sínum til Þýskalands en þar hafði komið út frá 1892 stórt safn norrænna texta, Altnordische Saga- Bibliotek og lauk þeirri útgáfu ekki fyrr en 1929. Tilgangur með útgáfu Fornritafélagsins hélst í hendur við vaxandi forræði íslenskra fræðimanna í textarannsóknum hér heima sem höfðu um langan aldur verið í höndum norrænna manna, þar á meðal íslenskra fræðimanna í Kaupmannahöfn. Stefndi Fornritafélagið að vönduðum fræðilegum útgáfum á fornritum, fyrst og fremst Íslendingasögum, en við bættust fleiri ritflokkar frá miðöldum: Biskupasögur, Heimskringla og fleiri rit. Er ætlun manna þar á bæ að út komi í ritröðinni, sem nú telur 23 bindi, lögbækur, vísindatextar, annálar, fornkvæði, ýmsar þýðingar, riddarasögur og ævintýri. Er ritröðin metnaðarfyllsta verkefni íslenskra fræða fyrr og síðar. Nýja bindið er sett saman af útgáfum Ólafs Halldórssonar á Færeyingasögu og áður óútgefinni Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason. Er bindið það tuttugasta og fimmta í ritröðinni sem enn er götótt því hún er komin í töluröðina 35 þegar allt er talið. Færeyingasaga kom fyrst út í útgáfu Ólafs í skólabókarútgáfu, en í útgáfum Fornritafélagsins er stefnt að útgáfum sem eru í senn almenningi til lestrar og eru unnar á fræðilegan hátt. Þar skilja útgáfur Fornritafélagsins sig frá svokölluðum alþýðuútgáfum eins og útgáfu Valdimars Ásmundssonar í byrjun tuttugustu aldar og útgáfu Svarts á hvítu. Þá ber að nefna útgáfur Halldórs Laxness á völdum Íslendingasögum sem brutu þá reglu sem viðhöfð er í útgáfum Fornritafélagsins að textarnir eru með samræmdri stafsetningu fornri en ekki gildandi réttritun hvers tíma. Færeyingasaga er saga Götuskeggja, höfðingjaættar sem kennt er við Götu í Austurey aðalhetja sögunnar er Þrándur í Götu sem lifir góðu lífi í orðatiltæki enn þann dag í dag. Saga Odds Snorrasonar er í ætt við helgisögur en er með elstu heimildum um Ólaf konung og setur hann á stall með dýrðlingum, einkum Jóhannesi skírara. Í útgáfunni er ítarlegur formáli eftir Ólaf Halldórsson. Þá fylgja útgáfunni kort og ættartré auk sextán myndasíða. Er útgáfan öll hin vandaðasta, bundin og prentuð í Odda. Ritstjórar eru þeir Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Á næstu árum eru væntanleg á prent á vegum Fornritafélagsins tvö bindi Biskupasagna, Eddukvæði í tveimur bindum, Snorra Edda í tveimur bindum, Sturlunga í fjórum bindum, fornaldarsögur í fjórum bindum, Hákonar saga Hákonarsonar og Morkinskinna. Undrum sætir hversu hægt útgáfan hefur gengið fram og er þar fyrst um að kenna fálæti stjórnvalda. Þeim lætur betur að tala um menningararfinn en kosta hann. Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nýtt bindi er komið út í hinni viðamiklu útgáfu Hins íslenska fornritafélags á textum miðalda sem hófust með útgáfu Sigurðar Nordal á Egils sögu 1933. Félagið var stofnað að frumkvæði Jóns Ásbjörnssonar hæstarréttarlögmanns 1928 og sótti hann fyrirmyndina að útgáfuhugmyndum sínum til Þýskalands en þar hafði komið út frá 1892 stórt safn norrænna texta, Altnordische Saga- Bibliotek og lauk þeirri útgáfu ekki fyrr en 1929. Tilgangur með útgáfu Fornritafélagsins hélst í hendur við vaxandi forræði íslenskra fræðimanna í textarannsóknum hér heima sem höfðu um langan aldur verið í höndum norrænna manna, þar á meðal íslenskra fræðimanna í Kaupmannahöfn. Stefndi Fornritafélagið að vönduðum fræðilegum útgáfum á fornritum, fyrst og fremst Íslendingasögum, en við bættust fleiri ritflokkar frá miðöldum: Biskupasögur, Heimskringla og fleiri rit. Er ætlun manna þar á bæ að út komi í ritröðinni, sem nú telur 23 bindi, lögbækur, vísindatextar, annálar, fornkvæði, ýmsar þýðingar, riddarasögur og ævintýri. Er ritröðin metnaðarfyllsta verkefni íslenskra fræða fyrr og síðar. Nýja bindið er sett saman af útgáfum Ólafs Halldórssonar á Færeyingasögu og áður óútgefinni Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason. Er bindið það tuttugasta og fimmta í ritröðinni sem enn er götótt því hún er komin í töluröðina 35 þegar allt er talið. Færeyingasaga kom fyrst út í útgáfu Ólafs í skólabókarútgáfu, en í útgáfum Fornritafélagsins er stefnt að útgáfum sem eru í senn almenningi til lestrar og eru unnar á fræðilegan hátt. Þar skilja útgáfur Fornritafélagsins sig frá svokölluðum alþýðuútgáfum eins og útgáfu Valdimars Ásmundssonar í byrjun tuttugustu aldar og útgáfu Svarts á hvítu. Þá ber að nefna útgáfur Halldórs Laxness á völdum Íslendingasögum sem brutu þá reglu sem viðhöfð er í útgáfum Fornritafélagsins að textarnir eru með samræmdri stafsetningu fornri en ekki gildandi réttritun hvers tíma. Færeyingasaga er saga Götuskeggja, höfðingjaættar sem kennt er við Götu í Austurey aðalhetja sögunnar er Þrándur í Götu sem lifir góðu lífi í orðatiltæki enn þann dag í dag. Saga Odds Snorrasonar er í ætt við helgisögur en er með elstu heimildum um Ólaf konung og setur hann á stall með dýrðlingum, einkum Jóhannesi skírara. Í útgáfunni er ítarlegur formáli eftir Ólaf Halldórsson. Þá fylgja útgáfunni kort og ættartré auk sextán myndasíða. Er útgáfan öll hin vandaðasta, bundin og prentuð í Odda. Ritstjórar eru þeir Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Á næstu árum eru væntanleg á prent á vegum Fornritafélagsins tvö bindi Biskupasagna, Eddukvæði í tveimur bindum, Snorra Edda í tveimur bindum, Sturlunga í fjórum bindum, fornaldarsögur í fjórum bindum, Hákonar saga Hákonarsonar og Morkinskinna. Undrum sætir hversu hægt útgáfan hefur gengið fram og er þar fyrst um að kenna fálæti stjórnvalda. Þeim lætur betur að tala um menningararfinn en kosta hann.
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira