Ótímabær spá um dauða dagblaða 9. október 2006 06:00 Það er heldur ótrúlegt til þess að hugsa að einungis fimm árum og fimm mánuðum frá því að Fréttablaðið hóf göngur sínar er hafin útgáfa á systurblaðinu Nyhedsavisen í Danmörku. Fáir höfðu trú á á hugmyndinni á bak við Fréttablaðið í byrjun. Þvert á móti þótti það nánast óðs manns æði að ætla að gefa lesendum dagblað í svo stóru upplagi og bera það að auki út ókeypis heim til fólks. Enda var ekki eins og markaðurinn væri árennilegur. Morgunblaðið, þessi hartnær aldargamla stofnun, hafði um árabil gnæft yfir öðrum dagblöðum; sveif líkt og í 33 þúsund fetum skýjum ofar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af samkeppni við aðra prentmiðla sem börðust um í ókyrrara lofti nær jörðu. Þó liðu ekki nema um átján mánuðir þar til mælingar sýndu að fleiri lásu Fréttablaðið að jafnaði en gamla risann. Nú er staðan þannig að á hverjum degi lesa Fréttablaðið um fjörutíu þúsund fleiri Íslendingar á aldrinum 12 til 80 ára en lesa Morgunblaðið. Þessi ótrúlega velgengni Fréttablaðsins sýndi að menn höfðu dottið niður á snilldarhugmynd. Sérstaklega þegar það er haft bak við eyrað að um árabil hefur dagblöðum linnulítið verið spáð dauða, enda sýndu upplagstölur dagblaða í ríkari löndum heimsins samfelldan samdrátt með tilheyrandi hnignun í auglýsingasölu. Miðað við þá þróun var því til dæmis spáð að síðasta bandaríska dagblaðið færi í endurvinnslugám í kringum árið 2043. Það sem dómsdagsspámennirnir gleymdu hins vegar að taka með í reikninginn var tilkoma fríblaðanna. Allar þeirra tölur miðuðust við áskriftarblöð og eiga raunar enn fyllilega við um þau. Fyrir rúmlega mánuði var forsíða tímaritsins Economist lögð undir grein sem bar titilinn „Hver drap dagblaðið?". Þar kom fram að áskriftarblöð um allan hinn vestræna heim eiga í sömu tilvistarkreppu, fallandi upplag og minni tekjur. Ljósið í myrkrinu, að minnsta kosti fyrir þá sem vilja ekki sjá formið hverfa af sjónarsviðinu, eru fríblöðin. Samkvæmt grein Economist eru þau nú um sextán prósent af daglegu upplagi dagblaða í Evrópu og fer hlutur þeirra ört vaxandi. Ísland er komið langt á undan öðrum löndum álfunnar í þessum efnum. Hér eru fríblöðin tvö um sjötíu prósent af daglegu upplagi dagblaða. Það er því ekki skrítið að útgefendur víða um heim hafi horft af mikilli athygli til íslenska dagblaðamarkaðarins undanfarin ár. Hið danska Fréttablað kom út í fyrsta skipti á föstudag. Gríðarmikill áhugi hefur verið á útgáfunni allt þetta ár, sem sést sjálfsagt best á því að fréttir af fríblaðastríðinu eru næststærsta fréttamál ársins í Danmörku á eftir hamaganginum í kringum Múhameðsteikningarnar. Útgáfu Nyhedsavisien hefur verið mætt af mikilli hörku af þeim sem fyrir eru á danska dagblaðamarkaðnum og er ómögulegt að spá um hvernig blaðinu muni vegna í þeirri baráttu. Það sem eftir stendur hins vegar er að framtíðin er fríblöð, hver svo sem mun gefa þau út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Það er heldur ótrúlegt til þess að hugsa að einungis fimm árum og fimm mánuðum frá því að Fréttablaðið hóf göngur sínar er hafin útgáfa á systurblaðinu Nyhedsavisen í Danmörku. Fáir höfðu trú á á hugmyndinni á bak við Fréttablaðið í byrjun. Þvert á móti þótti það nánast óðs manns æði að ætla að gefa lesendum dagblað í svo stóru upplagi og bera það að auki út ókeypis heim til fólks. Enda var ekki eins og markaðurinn væri árennilegur. Morgunblaðið, þessi hartnær aldargamla stofnun, hafði um árabil gnæft yfir öðrum dagblöðum; sveif líkt og í 33 þúsund fetum skýjum ofar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af samkeppni við aðra prentmiðla sem börðust um í ókyrrara lofti nær jörðu. Þó liðu ekki nema um átján mánuðir þar til mælingar sýndu að fleiri lásu Fréttablaðið að jafnaði en gamla risann. Nú er staðan þannig að á hverjum degi lesa Fréttablaðið um fjörutíu þúsund fleiri Íslendingar á aldrinum 12 til 80 ára en lesa Morgunblaðið. Þessi ótrúlega velgengni Fréttablaðsins sýndi að menn höfðu dottið niður á snilldarhugmynd. Sérstaklega þegar það er haft bak við eyrað að um árabil hefur dagblöðum linnulítið verið spáð dauða, enda sýndu upplagstölur dagblaða í ríkari löndum heimsins samfelldan samdrátt með tilheyrandi hnignun í auglýsingasölu. Miðað við þá þróun var því til dæmis spáð að síðasta bandaríska dagblaðið færi í endurvinnslugám í kringum árið 2043. Það sem dómsdagsspámennirnir gleymdu hins vegar að taka með í reikninginn var tilkoma fríblaðanna. Allar þeirra tölur miðuðust við áskriftarblöð og eiga raunar enn fyllilega við um þau. Fyrir rúmlega mánuði var forsíða tímaritsins Economist lögð undir grein sem bar titilinn „Hver drap dagblaðið?". Þar kom fram að áskriftarblöð um allan hinn vestræna heim eiga í sömu tilvistarkreppu, fallandi upplag og minni tekjur. Ljósið í myrkrinu, að minnsta kosti fyrir þá sem vilja ekki sjá formið hverfa af sjónarsviðinu, eru fríblöðin. Samkvæmt grein Economist eru þau nú um sextán prósent af daglegu upplagi dagblaða í Evrópu og fer hlutur þeirra ört vaxandi. Ísland er komið langt á undan öðrum löndum álfunnar í þessum efnum. Hér eru fríblöðin tvö um sjötíu prósent af daglegu upplagi dagblaða. Það er því ekki skrítið að útgefendur víða um heim hafi horft af mikilli athygli til íslenska dagblaðamarkaðarins undanfarin ár. Hið danska Fréttablað kom út í fyrsta skipti á föstudag. Gríðarmikill áhugi hefur verið á útgáfunni allt þetta ár, sem sést sjálfsagt best á því að fréttir af fríblaðastríðinu eru næststærsta fréttamál ársins í Danmörku á eftir hamaganginum í kringum Múhameðsteikningarnar. Útgáfu Nyhedsavisien hefur verið mætt af mikilli hörku af þeim sem fyrir eru á danska dagblaðamarkaðnum og er ómögulegt að spá um hvernig blaðinu muni vegna í þeirri baráttu. Það sem eftir stendur hins vegar er að framtíðin er fríblöð, hver svo sem mun gefa þau út.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun