Lífið

Nördarnir slógu í gegn

Nördarnir tefldu fram leynivopnum. Óalfur Þórðarson átti stórleik sem og Auðunn Blöndal. Sá síðarnefndi skora'ði fyrsta mark Nördanna og kom þeim á bragðið.
Nördarnir tefldu fram leynivopnum. Óalfur Þórðarson átti stórleik sem og Auðunn Blöndal. Sá síðarnefndi skora'ði fyrsta mark Nördanna og kom þeim á bragðið.

Rúmlega sjö þúsund manns mættu á Laugardalsvöll í gær til að berja leikmenn KF Nörd og Íslandsmeistarana í FH augum. Gríðarleg stemning myndaðist á vellinum og þurfti að seinka leiknum um stundarfjórðung á meðan fólk streymdi að. Eins og áhorfendur Sýnar hafa tekið eftir hafa nördarnir tekið stórstígum framförum í knattspyrnu undir dyggri leiðsögn Loga Ólafssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, hafði hótað að segja af sér ef nördarnir bæru sigur úr býtum. Til að tryggja að allt gengi vel dró hann upp takkaskóna eftir langt hlé og spilaði með sínum mönnum ásamt aðstoðarþjálfaranum Heimi Guðjónssyni. Töldu áhorfendur að leiknum hefði lokið með stórsigri nördanna, sem skoruðu fimm mörk á móti ellefu mörkum FH.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×