Bjartsýnt fólk kaupir tónlist 3. október 2006 02:00 pjetur við tónlistar-dvd deildina Líklega besta úrval landsins. MYND/Elma Guðmundsdóttir Tónspil er einhver albesta plötubúð landsins, sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef búðin væri ekki í Neskaupstað. Pjetur Hallgrímsson hefur rekið verslunina síðan árið 1987. Hann segir að fólk úr höfuðborginni reki upp stór augu þegar það uppgötvi búðina og spyrji af hverju hún sé ekki í bænum. „Ég ætlaði fyrst að setja upp billjardstofu," segir Pjetur. „Þá var mikil billjardvakning á landinu og það vantaði stofu í bæinn. Ég var kominn með leyfi til að hafa stofuna í sama húsnæði og apótekið, en apótekaranum leist ekkert á þetta og sá fyrir sér sukk og svínarí sem illa passaði apótekararekstrinum. Hann hafði forkaupsrétt að húsinu og nýtti sér hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa plötuhorn í billjardstofunni og braut því odd af oflæti mínu og fór og talaði við apótekarann. Þannig festist ég í netinu og hef verið með plötubúð síðan." Búðin hefur verið á fjórum stöðum, alltaf í leiguhúsnæði þangað til í fyrra þegar Pjetur flutti búðina í eigið pláss. „Ég legg mikla áherslu á tónlistar-dvd og er líklega með besta úrval landsins, um 800 titla. Diskatitlarnir eru um 4.000 og spanna alla söguna þótt ég sé sterkastur í tímabilinu 1960-1980. Svo er maður að rótast í ýmsu. Ég sel hljóðfæri, er bók- og bleksali bæjarins, er með ýmis raftæki og er umboðsmaður Símans hérna. Svo rek ég gistiheimili á efri hæðinni." Pjetur er þess fullviss að búðin hafi haft mikil menningarleg áhrif á byggðarlagið. „Þessir guttar sem voru eins og gráir kettir í búðinni eru núna orðnir fullorðnir menn og segja að sinn smekkur hefði orðið ansi ólíkur ef búðarinnar hefði ekki notið við." Kúnnahópurinn er stór og fjölbreyttur, fólk af svæðinu, sjómenn og útlendingar. „Það var ótrúlega mikið af þeim í sumar og mikið spurt um íslenska tónlist. Ég reyni að sinna henni vel og er með eitthvað um 700 íslenska titla." Hvað með áhrif af virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum? „Ég sé nú lítið verkamennina hérna í búðinni, en áhrifin eru að það er miklu meiri bjartsýni hér á svæðinu en var. Hér höfðu ekki verið byggð hús árum saman en nú spretta þau upp eins og gorkúlur. Blekið var varla þornað á samningnum þegar húsnæðisverðið rauk upp og fólk fór að mála og dytta að húsunum sínum. Veltan hjá mér hefur aukist svo það er greinlegt að bjartsýnt fólk kaupir frekar tónlist en svartsýnt." Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Tónspil er einhver albesta plötubúð landsins, sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef búðin væri ekki í Neskaupstað. Pjetur Hallgrímsson hefur rekið verslunina síðan árið 1987. Hann segir að fólk úr höfuðborginni reki upp stór augu þegar það uppgötvi búðina og spyrji af hverju hún sé ekki í bænum. „Ég ætlaði fyrst að setja upp billjardstofu," segir Pjetur. „Þá var mikil billjardvakning á landinu og það vantaði stofu í bæinn. Ég var kominn með leyfi til að hafa stofuna í sama húsnæði og apótekið, en apótekaranum leist ekkert á þetta og sá fyrir sér sukk og svínarí sem illa passaði apótekararekstrinum. Hann hafði forkaupsrétt að húsinu og nýtti sér hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa plötuhorn í billjardstofunni og braut því odd af oflæti mínu og fór og talaði við apótekarann. Þannig festist ég í netinu og hef verið með plötubúð síðan." Búðin hefur verið á fjórum stöðum, alltaf í leiguhúsnæði þangað til í fyrra þegar Pjetur flutti búðina í eigið pláss. „Ég legg mikla áherslu á tónlistar-dvd og er líklega með besta úrval landsins, um 800 titla. Diskatitlarnir eru um 4.000 og spanna alla söguna þótt ég sé sterkastur í tímabilinu 1960-1980. Svo er maður að rótast í ýmsu. Ég sel hljóðfæri, er bók- og bleksali bæjarins, er með ýmis raftæki og er umboðsmaður Símans hérna. Svo rek ég gistiheimili á efri hæðinni." Pjetur er þess fullviss að búðin hafi haft mikil menningarleg áhrif á byggðarlagið. „Þessir guttar sem voru eins og gráir kettir í búðinni eru núna orðnir fullorðnir menn og segja að sinn smekkur hefði orðið ansi ólíkur ef búðarinnar hefði ekki notið við." Kúnnahópurinn er stór og fjölbreyttur, fólk af svæðinu, sjómenn og útlendingar. „Það var ótrúlega mikið af þeim í sumar og mikið spurt um íslenska tónlist. Ég reyni að sinna henni vel og er með eitthvað um 700 íslenska titla." Hvað með áhrif af virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum? „Ég sé nú lítið verkamennina hérna í búðinni, en áhrifin eru að það er miklu meiri bjartsýni hér á svæðinu en var. Hér höfðu ekki verið byggð hús árum saman en nú spretta þau upp eins og gorkúlur. Blekið var varla þornað á samningnum þegar húsnæðisverðið rauk upp og fólk fór að mála og dytta að húsunum sínum. Veltan hjá mér hefur aukist svo það er greinlegt að bjartsýnt fólk kaupir frekar tónlist en svartsýnt."
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira