Raforka dýrari hér en víðast í V-Evrópu 3. október 2006 06:45 maður klífur háspennumastur Stóriðja nýtur betri kjara á raforkukaupum en almenningur. Skilyrði fyrir slíkum samningum er að það komi ekki niður á raforkuverði til almennings, að sögn sérfræðings hjá Landsvirkjun. „Það er algengur misskilningur hjá fólki að það sé ódýrt raforkuverð á Íslandi. Upphitun er vissulega hræódýr en hið sama á ekki við um raforkuna sem er að vissu leyti ástæða fyrir því að við sóum henni,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkumál á Íslandi kemur fram að raforkuverð til heimila hérlendis er vel yfir meðallagi miðað við þau lönd í Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. „Það sem veldur því að stórum hluta að við komum ekki betur út í verðsamanburði er að við búum í stóru landi miðað við íbúafjölda og erum með dreifða byggð. Dreifing og flutningur á raforku á Íslandi er því dýr,“ segir Haukur Eggertsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. „En á móti kemur líka að orkuverð til heimilanna er heldur ekkert mikið ódýrara en það sem gengur og gerist. Og það er verðlagning Landsvirkjunar sem ræður því, á hvaða verði þeir selja raforkuna til sölufyrirtækja í dag.“ Haukur segir enn fremur ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningsveitur þegar kemur að orku frá Landsvirkjun. Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir raforkuverð Landsvirkjunar til smásala vera sambærilegt miðað við verð til smásala í Evrópu og jafnvel lægra. „Til dæmis hefur raforkuverð á hinum Norðurlöndunum hækkað mikið á undanförnum misserum, meðal annars vegna vatnsskorts til að knýja orkuver og lokun kjarnorkuvera.“ Þeir samningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju standa fyllilega undir sér og þeim kostnaði sem þeir eiga að bera, að sögn Edvards. „Enda hefur það verið skilyrði fyrir að gera þá samninga að þeir eigi ekki að hafa áhrif á raforku til almennings.“ Edvard telur að raforkuverð hér á landi muni ekki hækka að raungildi hér á næstum árum á meðan almennt hækkandi orkuverð í heiminum muni hækka verðið erlendis. Sigurður Ingi segir raforkuverð hafa farið lækkandi undanfarið. „Og það eru forsendur til staðar til að það verði ódýrara hlutfallslega heldur en í Evrópu. Þar eru menn að reyna að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa en við erum svo heppin að vera með 100 prósenta raforkuframleiðslu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Mikið af raforkuframleiðslu í Evrópu er fengið úr jarðvegseldsneyti á borð við kol og olíu. Og verðið á jarðvegseldsneyti er á uppleið eins og við vitum.“ Sigurður Ingi telur líkur á því að í framtíðinni skilji leiðir í samanburði við Evrópuríki Íslandi í hag þannig að raforkuverð hér verði ódýrara en í Evrópu. Innlent Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
„Það er algengur misskilningur hjá fólki að það sé ódýrt raforkuverð á Íslandi. Upphitun er vissulega hræódýr en hið sama á ekki við um raforkuna sem er að vissu leyti ástæða fyrir því að við sóum henni,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkumál á Íslandi kemur fram að raforkuverð til heimila hérlendis er vel yfir meðallagi miðað við þau lönd í Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. „Það sem veldur því að stórum hluta að við komum ekki betur út í verðsamanburði er að við búum í stóru landi miðað við íbúafjölda og erum með dreifða byggð. Dreifing og flutningur á raforku á Íslandi er því dýr,“ segir Haukur Eggertsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. „En á móti kemur líka að orkuverð til heimilanna er heldur ekkert mikið ódýrara en það sem gengur og gerist. Og það er verðlagning Landsvirkjunar sem ræður því, á hvaða verði þeir selja raforkuna til sölufyrirtækja í dag.“ Haukur segir enn fremur ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningsveitur þegar kemur að orku frá Landsvirkjun. Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir raforkuverð Landsvirkjunar til smásala vera sambærilegt miðað við verð til smásala í Evrópu og jafnvel lægra. „Til dæmis hefur raforkuverð á hinum Norðurlöndunum hækkað mikið á undanförnum misserum, meðal annars vegna vatnsskorts til að knýja orkuver og lokun kjarnorkuvera.“ Þeir samningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju standa fyllilega undir sér og þeim kostnaði sem þeir eiga að bera, að sögn Edvards. „Enda hefur það verið skilyrði fyrir að gera þá samninga að þeir eigi ekki að hafa áhrif á raforku til almennings.“ Edvard telur að raforkuverð hér á landi muni ekki hækka að raungildi hér á næstum árum á meðan almennt hækkandi orkuverð í heiminum muni hækka verðið erlendis. Sigurður Ingi segir raforkuverð hafa farið lækkandi undanfarið. „Og það eru forsendur til staðar til að það verði ódýrara hlutfallslega heldur en í Evrópu. Þar eru menn að reyna að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa en við erum svo heppin að vera með 100 prósenta raforkuframleiðslu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Mikið af raforkuframleiðslu í Evrópu er fengið úr jarðvegseldsneyti á borð við kol og olíu. Og verðið á jarðvegseldsneyti er á uppleið eins og við vitum.“ Sigurður Ingi telur líkur á því að í framtíðinni skilji leiðir í samanburði við Evrópuríki Íslandi í hag þannig að raforkuverð hér verði ódýrara en í Evrópu.
Innlent Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira