Arfleifð Kárahnjúkavirkjunar 28. september 2006 00:01 Það var ansi magnað sjá um tólf þúsund manns mæta í göngu Ómars Ragnarssonar gegn Kárahnjúkavirkjun í fyrrakvöld. Að allt þetta fólk skyldi vera tilbúið að koma og sýna andóf sitt í verki, gegn einhverju sem það þó svo sannarlega vissi að varð ekki stöðvað, er áhrifamikill vitnisburður um hversu djúp spor framkvæmdirnar á hálendinu austan Vatnajökuls hafa markað í íslenska þjóðarsál. Í dag hefst vatnssöfnun í Hálslón, uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar, þegar lokað verður fyrir rennsli Jöklu um Dimmugljúfur þar sem hún hefur streymt til sjávar í þúsundir ára. Þegar lónið verður orðið fullt að ári liðnu teygir það sig 25 kílómetra upp að Brúarjökli og þekur alls 57 ferkílómetra lands; tröllaukinn minnisvarði um þá 44 þingmenn sem samþykktu frumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um heimild til handa Landsvirkjun um að reisa og reka virkjun í Fljótsdal og virkja til þess Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Þótt mótmælin hafi beinst gegn Kárahnjúkavirkjun er hægt að skoða þau sem vísbendingu um viðbrögð við hugmyndum um aðrar stórvirkjanir í framtíðinni. Andstæðingar framkvæmdanna halda því fram að virkjunin verði um alla framtíð áminning um skammsýni þeirra sem voru tilbúnir að fórna ósnortnu víðerni Íslands, ám, fossum og heimkynnum villtra dýra, undir uppistöðulón til raforkuframleiðslu. Ef eitthvað er að marka þá þungu undiröldu sem hefur farið um samfélagið undanfarna mánuði má þó ætla að Kárahnjúkavirkjun setji ekki aðeins ör á búk landsins heldur hafi hún þegar markað huga þjóðarinnar varanlega. Fólkið sem mætti í bæinn og gekk með Ómari kom þangað til að styðja tillögu hans um að hætt verði við að fylla Hálslón, vinnu við virkjunina verði hætt og álverinu í Reyðarfirði útveguð orka eftir öðrum leiðum. Þar með yrði að afskrifa alla þá milljarða sem framkvæmdirnar hafa kostað. Þetta er merki um að nýtt verðmætamat á öræfum landsins er að fæðast meðal þjóðarinnar. Þótt mótmælin hafi beinst gegn Kárahnjúkavirkjun er ekki síður hægt að skoða þau sem vísbendingu um væntanleg viðbrögð við hugmyndum um aðrar stórvirkjanir í framtíðinni. Hugmyndin um Kárahnjúkavirkjun mætti vissulega háværum mótmælum strax frá byrjun en þar var á ferðinni tiltölulega lítill hópur sem þorri þjóðarinnar leit nánast hornauga. Það landslag er breytt. Enginn vafi leikur á því að arfleifð Kárahnjúkavirkjunar er að aldrei framar munu jafn umfangsmiklar framkvæmdir og umhverfisspjöll renna eins mótstöðulítið í gegnum kerfið, sama hversu aukin veraldleg hagsæld getur mögulega fylgt þeim fyrir þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Það var ansi magnað sjá um tólf þúsund manns mæta í göngu Ómars Ragnarssonar gegn Kárahnjúkavirkjun í fyrrakvöld. Að allt þetta fólk skyldi vera tilbúið að koma og sýna andóf sitt í verki, gegn einhverju sem það þó svo sannarlega vissi að varð ekki stöðvað, er áhrifamikill vitnisburður um hversu djúp spor framkvæmdirnar á hálendinu austan Vatnajökuls hafa markað í íslenska þjóðarsál. Í dag hefst vatnssöfnun í Hálslón, uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar, þegar lokað verður fyrir rennsli Jöklu um Dimmugljúfur þar sem hún hefur streymt til sjávar í þúsundir ára. Þegar lónið verður orðið fullt að ári liðnu teygir það sig 25 kílómetra upp að Brúarjökli og þekur alls 57 ferkílómetra lands; tröllaukinn minnisvarði um þá 44 þingmenn sem samþykktu frumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um heimild til handa Landsvirkjun um að reisa og reka virkjun í Fljótsdal og virkja til þess Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Þótt mótmælin hafi beinst gegn Kárahnjúkavirkjun er hægt að skoða þau sem vísbendingu um viðbrögð við hugmyndum um aðrar stórvirkjanir í framtíðinni. Andstæðingar framkvæmdanna halda því fram að virkjunin verði um alla framtíð áminning um skammsýni þeirra sem voru tilbúnir að fórna ósnortnu víðerni Íslands, ám, fossum og heimkynnum villtra dýra, undir uppistöðulón til raforkuframleiðslu. Ef eitthvað er að marka þá þungu undiröldu sem hefur farið um samfélagið undanfarna mánuði má þó ætla að Kárahnjúkavirkjun setji ekki aðeins ör á búk landsins heldur hafi hún þegar markað huga þjóðarinnar varanlega. Fólkið sem mætti í bæinn og gekk með Ómari kom þangað til að styðja tillögu hans um að hætt verði við að fylla Hálslón, vinnu við virkjunina verði hætt og álverinu í Reyðarfirði útveguð orka eftir öðrum leiðum. Þar með yrði að afskrifa alla þá milljarða sem framkvæmdirnar hafa kostað. Þetta er merki um að nýtt verðmætamat á öræfum landsins er að fæðast meðal þjóðarinnar. Þótt mótmælin hafi beinst gegn Kárahnjúkavirkjun er ekki síður hægt að skoða þau sem vísbendingu um væntanleg viðbrögð við hugmyndum um aðrar stórvirkjanir í framtíðinni. Hugmyndin um Kárahnjúkavirkjun mætti vissulega háværum mótmælum strax frá byrjun en þar var á ferðinni tiltölulega lítill hópur sem þorri þjóðarinnar leit nánast hornauga. Það landslag er breytt. Enginn vafi leikur á því að arfleifð Kárahnjúkavirkjunar er að aldrei framar munu jafn umfangsmiklar framkvæmdir og umhverfisspjöll renna eins mótstöðulítið í gegnum kerfið, sama hversu aukin veraldleg hagsæld getur mögulega fylgt þeim fyrir þjóðina.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun