Hugrekki Ómars 26. september 2006 00:01 Fyrir einhverjum vikum síðan sagði ég í pistli sem þessum frá viðtali sem ég hafði heyrt við Ómar Ragnarsson á gömlu gufunni og mér fannst ákaflega merkilegt. Það var áður en Ómar kom út úr skápnum. Nú er hann kominn út úr skápnum, treystir sér ekki til að vera í hlutverki íþróttafréttamannsins, vill blanda sér í leikinn eftir því sem hann segir sjálfur í blaðkálfi sem fylgdi Morgunblaðinu nú um helgina. Frásögn Ómars af samskiptum sínum við valdastéttina í landinu, eða öllu heldur afskipti valdastéttarinnar af honum er með ólíkindum. Ég trúi því þó að í frásögninni sé Ómar sá hófsami fréttamaður sem hann hefur verið alla sína starfsævi og dragi frekar úr hótununum en hitt. Rétt er að taka það fram að Ómar notar aldrei orðið hótanir, það eru mín orð, hann er kurteisari maður en svo og talar um þrýsting og mótbárur. Hann segir frá því að hafa fengið skilaboð um að ef hann hætti ekki fréttaflutningi sínum þá skyldi hann hafa verra af. - Hvers konar þjóðfélag er það sem við búum í? Hann var ekki eingöngu beittur þrýstingi, heldur eiginkonan líka, en það virðist vera trikk sem þeir sem reyna að kúga fólk beita þegar karlar láta ekki segjast, sem sagt að hringja í frúna og athuga hvort hún geti ekki haft ,,vit fyrir" eiginmanninum. Þessum þrýstingi, sem hann kallar svo, hefur fréttamaðurinn orðið fyrir í gegnum árin vegna þess að hann hefur sagt satt og rétt frá framkvæmdum við risavirkjunina við Kárahnjúka. Í blaðkálfinum rifjar Ómar einnig upp atburðarásina þegar ákveðið var að ráðast í þessa virkjun. Það var gert svona smátt og smátt þangað til þessi risaframkvæmd var allt í einu tilbúin á teikniborðinu og búið að taka fyrstu skóflustunguna. Vafalaust hefur einhverjum spekingnum við stjórnvölinn þótt það hrós um skilvirkni íslenska kerfisins að framgangur málsins gekk sjö sinnum fljótar fyrir sig hér á landi en í öðrum löndum að mati Alcoa-manna. Ég man eftir því að ég fór hjá mér heima í stofu þegar ráðamenn þjóðarinnar leiddust í kross með Alcoa mönnum þegar samningurinn var undirritaður. Það er ótrúleg skammsýni finnst mér að trúa því að hér á landi getum við ekkert gert annað en að veiða fisk og bræða ál. Miklum peningum er kostað í rannsóknir á orku. Fyrir hálfum mánuði sagði ég á þessum stað frá lista sem ég fann á netinu yfir orkulindir sem rammaáætlun um virkjanir á landinu mun ná til. Til að endurtaka það sem þar kom fram þá eru tuttugu og átta virkjanir í fyrsta áfanga og búið er að setja sautján gufuaflsvirkjanir á lista til að skoða nánar. Nauðsyn er að þessar fyrirætlanir allar saman komi fram í dagsljósið og við fáum að vita hvað við borgum mikið á ári úr sameiginlegum sjóðum til að kanna hvar megi bora næst. Ég trúi því að þeim peningum megi ráðstafa betur og nota í rannsóknir og leit að öðrum atvinnutækifærum sem við getum nýtt okkur hér á landi. Ómar lýsir því hvernig risavirkjunin getur orðið til þess að öll áhrif sem virkjanir framtíðarinnar hafi á umhverfið verði álitin smávægileg og valdi því að þeirri varkárni sem vera ber í umgengninni við landið verði ekki gætt. Ég hef hitt þá sem eru bjartsýnni en Ómar og trúa því að meira að segja virkjanafúsir sjái að stíga verður afskaplega varlega til jarðar í virkjanamálum til að ofbjóða ekki þjóðinni. Óskandi væri að þeir sem eru þannig þenkjandi hafi rétt fyrir sér. Ég er ekki alveg viss um að svo sé. Svo eru hin áhrifin, þau efnahagslegu. Í því tilliti er hér líka um slíkt risaverkefni að ræða að virkjunin og verksmiðjan fyrir austan verða næstum því sérstök hagstærð í litla íslenska hagkerfinu. Í áratugi miðaðist öll hagstjórn á Íslandi við afkomu sjávarútvegsins. Vonandi mun hagstjórn næstu áratugina ekki snúast um virkjun og verksmiðju fyrir austan, þá verður illa komið fyrir okkur. Þess vegna er líklega betra frá efnahagslegu sjónarmiði ekki síður en umhverfislegu að setja virkjunina aldrei í gang, með öðrum orðum hleypa aldrei vatni í lónið. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Fyrir einhverjum vikum síðan sagði ég í pistli sem þessum frá viðtali sem ég hafði heyrt við Ómar Ragnarsson á gömlu gufunni og mér fannst ákaflega merkilegt. Það var áður en Ómar kom út úr skápnum. Nú er hann kominn út úr skápnum, treystir sér ekki til að vera í hlutverki íþróttafréttamannsins, vill blanda sér í leikinn eftir því sem hann segir sjálfur í blaðkálfi sem fylgdi Morgunblaðinu nú um helgina. Frásögn Ómars af samskiptum sínum við valdastéttina í landinu, eða öllu heldur afskipti valdastéttarinnar af honum er með ólíkindum. Ég trúi því þó að í frásögninni sé Ómar sá hófsami fréttamaður sem hann hefur verið alla sína starfsævi og dragi frekar úr hótununum en hitt. Rétt er að taka það fram að Ómar notar aldrei orðið hótanir, það eru mín orð, hann er kurteisari maður en svo og talar um þrýsting og mótbárur. Hann segir frá því að hafa fengið skilaboð um að ef hann hætti ekki fréttaflutningi sínum þá skyldi hann hafa verra af. - Hvers konar þjóðfélag er það sem við búum í? Hann var ekki eingöngu beittur þrýstingi, heldur eiginkonan líka, en það virðist vera trikk sem þeir sem reyna að kúga fólk beita þegar karlar láta ekki segjast, sem sagt að hringja í frúna og athuga hvort hún geti ekki haft ,,vit fyrir" eiginmanninum. Þessum þrýstingi, sem hann kallar svo, hefur fréttamaðurinn orðið fyrir í gegnum árin vegna þess að hann hefur sagt satt og rétt frá framkvæmdum við risavirkjunina við Kárahnjúka. Í blaðkálfinum rifjar Ómar einnig upp atburðarásina þegar ákveðið var að ráðast í þessa virkjun. Það var gert svona smátt og smátt þangað til þessi risaframkvæmd var allt í einu tilbúin á teikniborðinu og búið að taka fyrstu skóflustunguna. Vafalaust hefur einhverjum spekingnum við stjórnvölinn þótt það hrós um skilvirkni íslenska kerfisins að framgangur málsins gekk sjö sinnum fljótar fyrir sig hér á landi en í öðrum löndum að mati Alcoa-manna. Ég man eftir því að ég fór hjá mér heima í stofu þegar ráðamenn þjóðarinnar leiddust í kross með Alcoa mönnum þegar samningurinn var undirritaður. Það er ótrúleg skammsýni finnst mér að trúa því að hér á landi getum við ekkert gert annað en að veiða fisk og bræða ál. Miklum peningum er kostað í rannsóknir á orku. Fyrir hálfum mánuði sagði ég á þessum stað frá lista sem ég fann á netinu yfir orkulindir sem rammaáætlun um virkjanir á landinu mun ná til. Til að endurtaka það sem þar kom fram þá eru tuttugu og átta virkjanir í fyrsta áfanga og búið er að setja sautján gufuaflsvirkjanir á lista til að skoða nánar. Nauðsyn er að þessar fyrirætlanir allar saman komi fram í dagsljósið og við fáum að vita hvað við borgum mikið á ári úr sameiginlegum sjóðum til að kanna hvar megi bora næst. Ég trúi því að þeim peningum megi ráðstafa betur og nota í rannsóknir og leit að öðrum atvinnutækifærum sem við getum nýtt okkur hér á landi. Ómar lýsir því hvernig risavirkjunin getur orðið til þess að öll áhrif sem virkjanir framtíðarinnar hafi á umhverfið verði álitin smávægileg og valdi því að þeirri varkárni sem vera ber í umgengninni við landið verði ekki gætt. Ég hef hitt þá sem eru bjartsýnni en Ómar og trúa því að meira að segja virkjanafúsir sjái að stíga verður afskaplega varlega til jarðar í virkjanamálum til að ofbjóða ekki þjóðinni. Óskandi væri að þeir sem eru þannig þenkjandi hafi rétt fyrir sér. Ég er ekki alveg viss um að svo sé. Svo eru hin áhrifin, þau efnahagslegu. Í því tilliti er hér líka um slíkt risaverkefni að ræða að virkjunin og verksmiðjan fyrir austan verða næstum því sérstök hagstærð í litla íslenska hagkerfinu. Í áratugi miðaðist öll hagstjórn á Íslandi við afkomu sjávarútvegsins. Vonandi mun hagstjórn næstu áratugina ekki snúast um virkjun og verksmiðju fyrir austan, þá verður illa komið fyrir okkur. Þess vegna er líklega betra frá efnahagslegu sjónarmiði ekki síður en umhverfislegu að setja virkjunina aldrei í gang, með öðrum orðum hleypa aldrei vatni í lónið. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun