Tuttugu sagt upp og útsendingum hætt 23. september 2006 06:00 lokaútsendingin Útsendingum NFS á sérstakri sjónvarpsrás lauk klukkan átta í gærkvöldi. Sigmundur Ernir og Edda Andrésdóttir stýrðu seinasta fréttatímanum og kvöddu áhorfendur í lok hans. fjölmiðlar Útsendingum fréttastöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Markmiðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfsfólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla fréttaþjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri fréttadagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjandsamleg frjálsu framtaki og einkarekstri á þessu sviði atvinnulífsins.“ Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslustjóri NFS. Innlent Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
fjölmiðlar Útsendingum fréttastöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Markmiðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfsfólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla fréttaþjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri fréttadagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjandsamleg frjálsu framtaki og einkarekstri á þessu sviði atvinnulífsins.“ Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslustjóri NFS.
Innlent Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels