Möguleg kosningaháttabót 13. september 2006 00:01 Í tengslum við fund Samfylkingarinnar í Skjólbrekku um síðustu helgi lýsti flokksformaðurinn því yfir að rétt væri að stjórnarandstöðuflokkarnir mynduðu ríkisstjórn að loknm næstu kosningum. En hvað þýðir slík yfirlýsing þegar til kastanna kemur? Hefur hún eitthvert raunverulegt pólitískt gildi? Þegar þeirri spurningu er svarað verður að taka tillit til þess að formaður Samfylkingarinnar hefur jafnframt hafnað formlegu kosningabandalagi stjórnarandstöðuflokkanna. Á hinn bóginn hafði formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lýst áhuga á fastara samstarfi af því tagi. Skjólbrekkuyfirlýsingin er því í raun og veru staðfesting eða ítrekun á kaffifundi forystumanna stjórnarandstöðunnar á dögunum. Skoðanakannanir benda til þess eins og sakir standa að mjótt sé á munum milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Að því leyti eru yfirlýsingar af þessu tagi ekki óraunhæfar. En í raun réttri fela þær ekki annað í sér en að stjórnarandstöðuflokkarnir heita hver öðrum eins konar forgangssamtölum um stjórnarmyndun að því gefnu að ríkisstjórnin falli. Í sjálfu sér er þetta afar veik pólitísk binding. Henni verður ekki einu sinni jafnað til forkaupsréttar. Eigi að síður hefur hún nokkuð pólitískt gildi. Á þessum vettvangi hefur ítrekað verið vakin athygli á mikilvægi þess fyrir þróun lýðræðis í landinu að kjósendur gætu með beinum hætti valið um ríkisstjórn. Á móti því verður ekki mælt að Skjólbrekkuyfirlýsingin er skref í þá veru. Ólíklegt er að báðir stjórnarflokkarnir séu reiðubúnir til þess að gefa yfirlýsingar af þessu tagi. Það hefði eigi að síður verið æskilegt horft frá þeim sjónarhóli að kosið verði um skýra kosti. Mikilvægt er á hinn bóginn að hafa í huga að málefnaumræðan á komandi vetri getur auðveldlega ruglað það rím sem hér er verið að setja saman. Stíf Evrópusambandsumræða af hálfu Samfylkingarinnar getur til að mynda veikt þessa stöðu. Loforð um forgangssamtöl gætu þannig orðið nafnið eitt. Ríkisstjórnin hefur þar á móti gefið fyrirheit um að flytja nokkur þingmál sem líkleg eru til þess að þjappa stjórnarandstöðuflokkunum saman og gera samstarf þeirra líklegra. Ríkisútvarpsfrumvarpið getur til dæmis augljóslega haft veruleg áhrif í þá veru. Litlar fyrirstöður breyta stundum straumfalli. Aðalatriðið er þó að ekki er útilokað að kjósendur eigi í vændum að velja milli skýrari kosta um ríkisstjórn en oftast nær áður í þingkosningum. Það væri kosningaháttabót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun
Í tengslum við fund Samfylkingarinnar í Skjólbrekku um síðustu helgi lýsti flokksformaðurinn því yfir að rétt væri að stjórnarandstöðuflokkarnir mynduðu ríkisstjórn að loknm næstu kosningum. En hvað þýðir slík yfirlýsing þegar til kastanna kemur? Hefur hún eitthvert raunverulegt pólitískt gildi? Þegar þeirri spurningu er svarað verður að taka tillit til þess að formaður Samfylkingarinnar hefur jafnframt hafnað formlegu kosningabandalagi stjórnarandstöðuflokkanna. Á hinn bóginn hafði formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lýst áhuga á fastara samstarfi af því tagi. Skjólbrekkuyfirlýsingin er því í raun og veru staðfesting eða ítrekun á kaffifundi forystumanna stjórnarandstöðunnar á dögunum. Skoðanakannanir benda til þess eins og sakir standa að mjótt sé á munum milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Að því leyti eru yfirlýsingar af þessu tagi ekki óraunhæfar. En í raun réttri fela þær ekki annað í sér en að stjórnarandstöðuflokkarnir heita hver öðrum eins konar forgangssamtölum um stjórnarmyndun að því gefnu að ríkisstjórnin falli. Í sjálfu sér er þetta afar veik pólitísk binding. Henni verður ekki einu sinni jafnað til forkaupsréttar. Eigi að síður hefur hún nokkuð pólitískt gildi. Á þessum vettvangi hefur ítrekað verið vakin athygli á mikilvægi þess fyrir þróun lýðræðis í landinu að kjósendur gætu með beinum hætti valið um ríkisstjórn. Á móti því verður ekki mælt að Skjólbrekkuyfirlýsingin er skref í þá veru. Ólíklegt er að báðir stjórnarflokkarnir séu reiðubúnir til þess að gefa yfirlýsingar af þessu tagi. Það hefði eigi að síður verið æskilegt horft frá þeim sjónarhóli að kosið verði um skýra kosti. Mikilvægt er á hinn bóginn að hafa í huga að málefnaumræðan á komandi vetri getur auðveldlega ruglað það rím sem hér er verið að setja saman. Stíf Evrópusambandsumræða af hálfu Samfylkingarinnar getur til að mynda veikt þessa stöðu. Loforð um forgangssamtöl gætu þannig orðið nafnið eitt. Ríkisstjórnin hefur þar á móti gefið fyrirheit um að flytja nokkur þingmál sem líkleg eru til þess að þjappa stjórnarandstöðuflokkunum saman og gera samstarf þeirra líklegra. Ríkisútvarpsfrumvarpið getur til dæmis augljóslega haft veruleg áhrif í þá veru. Litlar fyrirstöður breyta stundum straumfalli. Aðalatriðið er þó að ekki er útilokað að kjósendur eigi í vændum að velja milli skýrari kosta um ríkisstjórn en oftast nær áður í þingkosningum. Það væri kosningaháttabót.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun