Reykvísk börn gjalda 12. september 2006 00:01 Í Barnahúsi er sinnt málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Húsið hefur starfað frá árinu 1998 og þar hefur orðið til mikil sérþekking enda hafa í húsinu verið teknar skýrslur af 1.200 börnum frá upphafi. Í síðustu viku hlaut Barnahús viðurkenningu alþjóðlegu samtakanna ISPCAN en þau samtök hafa að markmiði að vinna gegn hvers konar ofbeldi og vanrækslu á börnum um heim allan. Viðurkenningin er enn ein rós í hnappagat Barnahússins sem áður hefur meðal annars fengið viðurkenningu Evrópusamtaka Save the Children, auk ýmissa innlendra viðurkenninga fyrir starfsemi sína. Mesta viðurkenning Barnahússins í Reykjavík er þó fólgin í að vera fyrirmynd sambærilegra húsa sem komið er á fót víða um Evrópu. Í Svíþjóð starfa nú sex barnahús að fyrirmynd Barnahúss á Íslandi og allt stefnir í að uppbyggingarstarf haldi þar áfram. Lagt hefur verið til að hafin verði starfsemi barnahúss í Noregi og undirbúningur að stofnun slíkra húsa stendur yfir í Danmörku, Póllandi og Litháen. Að auki hefur hingað til lands komið talsverður hópur fólks til að læra af starfsmönnum Barnahúss, meðal annars að taka skýrslur af börnum. Óhætt er því að fullyrða að í Barnahúsi hefur verið staðið fyrir miklum útflutningi á þekkingu. Það er því sárt til þess að vita að meira en helmingur þeirra barna sem koma til skýrslutöku vegna gruns um að kynferðislegt ofbeldi hafi átt sér stað fær ekki að njóta þeirrar þjónustu sem Barnahús býður. Ástæðan er sú að stærsti héraðsdómstóll landsins, Héraðsdómur Reykjavíkur, hefur valið að notfæra sér ekki þjónustu Barnahúss og byggir ákvörðunin á lagabreytingu frá árinu 1999 sem gerði frumskýrslutöku af barni að sérstakri dómathöfn. Rökin eru aukin skilvirkni og góður árangur og aðstaða til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ókostirnir við þetta fyrirkomulag eru ýmsir. Meðal annars að barnið fær ekki þjónustu reyndustu sérfræðinga landsins í skýrslutöku af börnum. Alvarlegastur er þó kannski réttur sakbornings, eða verjanda hans, til að vera viðstaddur skýrslutökuna, þótt bak við gler sé. Sá réttur gefur honum tækifæri til að undirbúa framburð sinn þegar kemur að yfirheyrslum yfir honum, auk þess sem hann hefur svigrúm til að eyða sönnunargögnum en slík dæmi hafa átt sér stað. Á tíu árum hafa kynferðisbrotamál gegn börnum sem til rannsóknar koma liðlega tvöfaldast. Þrátt fyrir þetta hefur ákærum í slíkum málum ekki fjölgað og segir það sína sögu um lyktir þessara mála. Ljóst er að hagsmunir barna eru ekki hafðir að leiðarljósi þegar forráðamenn Héraðsdóms Reykjavíkur taka þá ákvörðun að nýta ekki Barnahús við skýrslutöku á börnum sem grunur liggur á að orðið hafi fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Þar eru aðrir hagsmunir að leiðarljósi og vandséð að eðlilegt sé að þeir geti vegið þyngra en hagsmunir barnsins. Auk þess verður ekki annað séð en að sniðganga Héraðsdóms Reykjavíkur á þjónustu Barnahúss brjóti í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að hagsmunir barna skuli ævinlega hafðir í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Í Barnahúsi er sinnt málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Húsið hefur starfað frá árinu 1998 og þar hefur orðið til mikil sérþekking enda hafa í húsinu verið teknar skýrslur af 1.200 börnum frá upphafi. Í síðustu viku hlaut Barnahús viðurkenningu alþjóðlegu samtakanna ISPCAN en þau samtök hafa að markmiði að vinna gegn hvers konar ofbeldi og vanrækslu á börnum um heim allan. Viðurkenningin er enn ein rós í hnappagat Barnahússins sem áður hefur meðal annars fengið viðurkenningu Evrópusamtaka Save the Children, auk ýmissa innlendra viðurkenninga fyrir starfsemi sína. Mesta viðurkenning Barnahússins í Reykjavík er þó fólgin í að vera fyrirmynd sambærilegra húsa sem komið er á fót víða um Evrópu. Í Svíþjóð starfa nú sex barnahús að fyrirmynd Barnahúss á Íslandi og allt stefnir í að uppbyggingarstarf haldi þar áfram. Lagt hefur verið til að hafin verði starfsemi barnahúss í Noregi og undirbúningur að stofnun slíkra húsa stendur yfir í Danmörku, Póllandi og Litháen. Að auki hefur hingað til lands komið talsverður hópur fólks til að læra af starfsmönnum Barnahúss, meðal annars að taka skýrslur af börnum. Óhætt er því að fullyrða að í Barnahúsi hefur verið staðið fyrir miklum útflutningi á þekkingu. Það er því sárt til þess að vita að meira en helmingur þeirra barna sem koma til skýrslutöku vegna gruns um að kynferðislegt ofbeldi hafi átt sér stað fær ekki að njóta þeirrar þjónustu sem Barnahús býður. Ástæðan er sú að stærsti héraðsdómstóll landsins, Héraðsdómur Reykjavíkur, hefur valið að notfæra sér ekki þjónustu Barnahúss og byggir ákvörðunin á lagabreytingu frá árinu 1999 sem gerði frumskýrslutöku af barni að sérstakri dómathöfn. Rökin eru aukin skilvirkni og góður árangur og aðstaða til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ókostirnir við þetta fyrirkomulag eru ýmsir. Meðal annars að barnið fær ekki þjónustu reyndustu sérfræðinga landsins í skýrslutöku af börnum. Alvarlegastur er þó kannski réttur sakbornings, eða verjanda hans, til að vera viðstaddur skýrslutökuna, þótt bak við gler sé. Sá réttur gefur honum tækifæri til að undirbúa framburð sinn þegar kemur að yfirheyrslum yfir honum, auk þess sem hann hefur svigrúm til að eyða sönnunargögnum en slík dæmi hafa átt sér stað. Á tíu árum hafa kynferðisbrotamál gegn börnum sem til rannsóknar koma liðlega tvöfaldast. Þrátt fyrir þetta hefur ákærum í slíkum málum ekki fjölgað og segir það sína sögu um lyktir þessara mála. Ljóst er að hagsmunir barna eru ekki hafðir að leiðarljósi þegar forráðamenn Héraðsdóms Reykjavíkur taka þá ákvörðun að nýta ekki Barnahús við skýrslutöku á börnum sem grunur liggur á að orðið hafi fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Þar eru aðrir hagsmunir að leiðarljósi og vandséð að eðlilegt sé að þeir geti vegið þyngra en hagsmunir barnsins. Auk þess verður ekki annað séð en að sniðganga Héraðsdóms Reykjavíkur á þjónustu Barnahúss brjóti í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að hagsmunir barna skuli ævinlega hafðir í fyrirrúmi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun