Leikjavísir

Útgáfu seinkað fram í mars

Útgáfu leikjatölvunnar PlayStation 3 í Evrópu hefur verið frestað fram í mars á næsta ári. Tölvan verður gefin út í Bandaríkjunum og Japan í nóvember, en þá átti hún líka að koma út í Evrópu. Sony kennir vandræðum í fjöldaframleiðslu Blu-Ray geisladrifanna um seinkunina.

Seinkunin hefur í för með sér að Microsoft og Nintendo, keppinautar Sony sem framleiða leikjatölvurnar Xbox 360 og Wii, sitja einir að jólakökunni í Evrópu í ár á meðan Sony situr úti í kuldanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.