FlyMe kaupir Astreus í Bretlandi 2. september 2006 00:01 Flugvél FlyMe í flugtaki. FlyMe greiðir átta hundruð milljónir króna fyrir fimmtíu og eins prósents hlut í breska leiguflugfélaginu Astreus. Norræna lággjaldaflugfélagið FlyMe, sem Pálmi Haraldsson í Fons á stærstan hluta í, hefur keypt fimmtíu og eins prósents hlut í breska leiguflugfélaginu Astreus. Kaupverð er tæpar átta hundruð milljónir íslenskra króna. Seljandi er Aberdeen Asset Management sem verður minnihlutaeigandi í Astreus. Astreus var stofnað árið 2002 og er með höfuðstöðvar á Gatwick flugvelli í Lundúnum. Félagið flytur um átta hundruð þúsund farþega á ári hverju og veltir um 11,4 milljörðum króna. Astreus rekur tíu Boeing breiðþotur sem það leigir út, auk þess að fljúga til áfangastaða í Vestur-Afríku og Austur-Evrópu. Tæplega fjögur hundruð manns starfa hjá félaginu. FlyMe á fyrir fimm Boeing breiðþotur. Finn Thaulow, forstjóri FlyMe, segir mikil samlegðaráhrif milli FlyMe og Astreus: "Með kaupunum náum við að nýta flugflota okkar mun betur en áður." FlyMe tapaði 1,1 milljarði króna á fyrri árshelmingi. Tap félagsins tvöfaldaðist milli ára. Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norræna lággjaldaflugfélagið FlyMe, sem Pálmi Haraldsson í Fons á stærstan hluta í, hefur keypt fimmtíu og eins prósents hlut í breska leiguflugfélaginu Astreus. Kaupverð er tæpar átta hundruð milljónir íslenskra króna. Seljandi er Aberdeen Asset Management sem verður minnihlutaeigandi í Astreus. Astreus var stofnað árið 2002 og er með höfuðstöðvar á Gatwick flugvelli í Lundúnum. Félagið flytur um átta hundruð þúsund farþega á ári hverju og veltir um 11,4 milljörðum króna. Astreus rekur tíu Boeing breiðþotur sem það leigir út, auk þess að fljúga til áfangastaða í Vestur-Afríku og Austur-Evrópu. Tæplega fjögur hundruð manns starfa hjá félaginu. FlyMe á fyrir fimm Boeing breiðþotur. Finn Thaulow, forstjóri FlyMe, segir mikil samlegðaráhrif milli FlyMe og Astreus: "Með kaupunum náum við að nýta flugflota okkar mun betur en áður." FlyMe tapaði 1,1 milljarði króna á fyrri árshelmingi. Tap félagsins tvöfaldaðist milli ára.
Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira