Sony og Dell vissu um rafhlöðugalla 23. ágúst 2006 07:45 Dell svarar fyrir sig Michael Dell, stofnandi og stjórnarformaður tölvuframleiðandans Dell, sagði á föstudag að fyrirtækið myndi nota áfram rafhlöður frá Sony. MYND/AP Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla 4,1 milljón rafhlaða frá Sony á þriðjudag í síðustu viku. Um ein milljón rafhlaða seldist utan Bandaríkjanna og er um að ræða mestu innköllun á rafeindabúnaði til þessa. Í lok vikunnar kom í ljós að fyrirtækin vissu um gallann í október á síðasta ári. Rafhlöðurnar voru seldar með fartölvum Dell frá því í apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Um varúðarráðstöfun var að ræða þar sem hætta var talin á að rafhlöðurnar gætu ofhitnað en vitað er um sex tilvik þar sem kviknaði í þeim. Ekki er með fullu vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækin en sérfræðingar telja hana geta numið þrjátíu milljörðum króna. Að sögn Rick Clancys, talsmanns Sony, snýst málið um litlar málmagnir í rafhlöðunum, sem hafi gert það að verkum að þær biluðu og ofhitnuðu. Hafi Sony gert breytingar á þeim í kjölfarið. Stjórnendur Dell og Sony ræddust við í október í fyrra og í febrúar vegna málsins en ákváðu að innkalla ekki seldar rafhlöður þar sem ekki var talið að hætta stafaði af þeim. Þá sagði hann stutt síðan Sony bárust fréttir um ofhitnun rafhlaðanna og var ákveðið að innkalla þær upp frá því. Anne Camden, talsmaður Dell, vildi ekki tjá sig um samskipti forsvarsmanna fyrirtækjanna en benti á að einblínt væri á að koma í veg fyrir viðlíka vandamál í framtíðinni. Fyrirtækin munu þrátt fyrir þetta ekki hafa í hyggju að slíta samstarfinu. Viðskipti Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla 4,1 milljón rafhlaða frá Sony á þriðjudag í síðustu viku. Um ein milljón rafhlaða seldist utan Bandaríkjanna og er um að ræða mestu innköllun á rafeindabúnaði til þessa. Í lok vikunnar kom í ljós að fyrirtækin vissu um gallann í október á síðasta ári. Rafhlöðurnar voru seldar með fartölvum Dell frá því í apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Um varúðarráðstöfun var að ræða þar sem hætta var talin á að rafhlöðurnar gætu ofhitnað en vitað er um sex tilvik þar sem kviknaði í þeim. Ekki er með fullu vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækin en sérfræðingar telja hana geta numið þrjátíu milljörðum króna. Að sögn Rick Clancys, talsmanns Sony, snýst málið um litlar málmagnir í rafhlöðunum, sem hafi gert það að verkum að þær biluðu og ofhitnuðu. Hafi Sony gert breytingar á þeim í kjölfarið. Stjórnendur Dell og Sony ræddust við í október í fyrra og í febrúar vegna málsins en ákváðu að innkalla ekki seldar rafhlöður þar sem ekki var talið að hætta stafaði af þeim. Þá sagði hann stutt síðan Sony bárust fréttir um ofhitnun rafhlaðanna og var ákveðið að innkalla þær upp frá því. Anne Camden, talsmaður Dell, vildi ekki tjá sig um samskipti forsvarsmanna fyrirtækjanna en benti á að einblínt væri á að koma í veg fyrir viðlíka vandamál í framtíðinni. Fyrirtækin munu þrátt fyrir þetta ekki hafa í hyggju að slíta samstarfinu.
Viðskipti Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira