Heiðarlega löggan sem vill breyta rétt 12. ágúst 2006 06:30 Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, komst í hann krappann í vikunni þegar það kom í hans hlut að verja aðgerðir lögreglunnar, sem þótti ganga full vasklega fram í aðgerðum sínum gegn mótmælendum við Kárahnjúka. Mótmælendur vönduðu Óskari og hans mönnum ekki kveðjurnar í fjölmiðlum og sökuðu lögregluna um að hafa beitt friðsamlega mótmælendur ofbeldi og einn úr hópi Íslandsvina fullyrti að Óskar hefði ekið á sig við fjölskyldubúðir nálægt Kárahnjúkavirkjun. Óskar hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagði manninn sem var ekið var á hafa sýnt ógnandi hegðun. Í viðtali við Fréttablaðið um síðastu helgi neitaði Óskar því að mótmælendur hefðu verið beittir harðræði og sagði aðgerðir lögreglu hafa verið réttmætar. Óskari rann þó eitthvað í skap öllum atganginum og á myndbroti sem sýnt var í Sjónvarpinu sást hann stugga við myndatökumanni Sjónvarpsins þar sem verið var að mynda mótmælendur og lögreglumenn á lóð lögreglustöðvarinnar á Egilsstöðum. Óskar viðurkenndi síðar að þar hafi hann gengið of langt og baðst afsökunnar á framkomu sinni. Í framhaldinu mætti hann í Kastljós Sjónvarpsins og skýrði sína hlið á málinu. Fyrrum samstarfsfélagi í lögreglunni Óskars segir hann traustan og samviskusaman félaga og vinnufélaga sem vilji gera rétt. Óskar þykir fastur fyrir, öflugur og maður stórra verka. Þá er hann saður varkár og athugull og að hann gæti þess að vera ætíð með allt á hreinu í leik og starfi. Vinir Óskars líkja honum við klett í hafi og að hann hreinn og beinn í samskiptum, heiðarlegur og sansögull. Óskar er fæddur í Reykjavík árið 1956 og byrjaði að starfa við löggæslu árið 1975 og hefur starfað innan hennar allar götur síðan ef frá er talið árið 1986-1987. Óskar tók við starfi yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum fyrir ári síðan en hann hafði áður starfað þar um nokkurra mánaða skeið árið 1995. Sem barn var Óskar sex sumur í sveit á Hvanná á Jökuldal þannig að segja má að rætur hans megi að einhverju leyti rekja til Austurlands. Af fyrri störfum Óskars má nefna að hann hefur bæði starfað í almennri deild lögreglunnar og einnig í slysarannsóknardeild, þá var hann í afleysingum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1982. Óskar hefur verið ötull í félags- og trúnaðarmálum innan lögreglunnar og unnið mikið starf fyrir lögregluna í gegnum tíðina. Hann er í stjórn Íþróttafélags lögreglunnar í Reykjavík og hefur gegnt starfi formanns Landssambands lögreglumanna. Óskar ólst upp í hópi sex systkina í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík og lét snemma að sér kveða við það að fanga dúfur og byggja dúfna- og kanínukofa. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er systir Óskars og hún segir hann alltaf hafa verið hugmyndaríkan og framtakssaman og vanda til verka í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Óskar er frændrækinn mjög og er upphafsmaður Bjartmarz-golfmótsins þar sem ættingjar á öllum aldri koma saman og etja kappi á golfvellinum. Jónína segir að í ljósi þess hversu þéttur bróðir hennar sé á velli sé ekki að undra að hann hafi rekið sig utan í myndatökumann Sjónvarpsins fyrr í vikunni. Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, komst í hann krappann í vikunni þegar það kom í hans hlut að verja aðgerðir lögreglunnar, sem þótti ganga full vasklega fram í aðgerðum sínum gegn mótmælendum við Kárahnjúka. Mótmælendur vönduðu Óskari og hans mönnum ekki kveðjurnar í fjölmiðlum og sökuðu lögregluna um að hafa beitt friðsamlega mótmælendur ofbeldi og einn úr hópi Íslandsvina fullyrti að Óskar hefði ekið á sig við fjölskyldubúðir nálægt Kárahnjúkavirkjun. Óskar hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagði manninn sem var ekið var á hafa sýnt ógnandi hegðun. Í viðtali við Fréttablaðið um síðastu helgi neitaði Óskar því að mótmælendur hefðu verið beittir harðræði og sagði aðgerðir lögreglu hafa verið réttmætar. Óskari rann þó eitthvað í skap öllum atganginum og á myndbroti sem sýnt var í Sjónvarpinu sást hann stugga við myndatökumanni Sjónvarpsins þar sem verið var að mynda mótmælendur og lögreglumenn á lóð lögreglustöðvarinnar á Egilsstöðum. Óskar viðurkenndi síðar að þar hafi hann gengið of langt og baðst afsökunnar á framkomu sinni. Í framhaldinu mætti hann í Kastljós Sjónvarpsins og skýrði sína hlið á málinu. Fyrrum samstarfsfélagi í lögreglunni Óskars segir hann traustan og samviskusaman félaga og vinnufélaga sem vilji gera rétt. Óskar þykir fastur fyrir, öflugur og maður stórra verka. Þá er hann saður varkár og athugull og að hann gæti þess að vera ætíð með allt á hreinu í leik og starfi. Vinir Óskars líkja honum við klett í hafi og að hann hreinn og beinn í samskiptum, heiðarlegur og sansögull. Óskar er fæddur í Reykjavík árið 1956 og byrjaði að starfa við löggæslu árið 1975 og hefur starfað innan hennar allar götur síðan ef frá er talið árið 1986-1987. Óskar tók við starfi yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum fyrir ári síðan en hann hafði áður starfað þar um nokkurra mánaða skeið árið 1995. Sem barn var Óskar sex sumur í sveit á Hvanná á Jökuldal þannig að segja má að rætur hans megi að einhverju leyti rekja til Austurlands. Af fyrri störfum Óskars má nefna að hann hefur bæði starfað í almennri deild lögreglunnar og einnig í slysarannsóknardeild, þá var hann í afleysingum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1982. Óskar hefur verið ötull í félags- og trúnaðarmálum innan lögreglunnar og unnið mikið starf fyrir lögregluna í gegnum tíðina. Hann er í stjórn Íþróttafélags lögreglunnar í Reykjavík og hefur gegnt starfi formanns Landssambands lögreglumanna. Óskar ólst upp í hópi sex systkina í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík og lét snemma að sér kveða við það að fanga dúfur og byggja dúfna- og kanínukofa. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er systir Óskars og hún segir hann alltaf hafa verið hugmyndaríkan og framtakssaman og vanda til verka í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Óskar er frændrækinn mjög og er upphafsmaður Bjartmarz-golfmótsins þar sem ættingjar á öllum aldri koma saman og etja kappi á golfvellinum. Jónína segir að í ljósi þess hversu þéttur bróðir hennar sé á velli sé ekki að undra að hann hafi rekið sig utan í myndatökumann Sjónvarpsins fyrr í vikunni.
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira