Ofurlaun 12. ágúst 2006 08:45 Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf. EINHVERJIR kunna að lesa úr þessari skilgreiningu ákveðið virðingarleysi gagnvart auðmönnum, líkt og ég telji auðsöfnun þeirra bera vitni um fíkn. Kannski er það of langt gengið, en þó ekki fjarri lagi. Einu sinni sá ég viðtal við auðmann. Hann var spurður hvað drifi hann áfram. Hvers vegna vildi hann alltaf meira? Átti hann ekki nóg? Hann svaraði með því að líkja sér við íþróttamann. Hann vildi alltaf stökkva hærra. Hlaupa hraðar. Á ákveðnu stigi hætta peningar að vera peningar. Venjulegt fólk notar peninga sem gjaldmiðil. Maður fær þá fyrir að gera eitthvað ákveðið. Og maður notar þá til þess að kaupa sér eitthvað ákveðið. Á vissu stigi auðsöfnunar hættir þetta að vera svona. Magn peninganna verður slíkt að tilvist þeirra er ekki lengur fyrst og fremst spurning um að geta keypt eitthvað – það er orðið aukaatriði – heldur eru peningarnir orðnir að tákni um vissa tegund af afmarkaðri velgengni. Sumir eru góðir í bridge. Aðrir eru góðir í að kaupa og selja. ÞETTA er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Í umræðu um ofurlaun forstjóranna undanfarið hafa margir hlaupið til og fordæmt misskiptingu auðsins. Launabilið er orðið tvöhundruðfalt. Nú er ég einn af þeim sem telja ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga skrilljón trilljónir, átta einkaþotur og fimmtíuogfimm sportbíla. Hver á að fara með alla þessa bíla í smurningu? Aukinheldur tel ég að það sé ekki eftirsóknarvert að sitja heima hjá sér með fimm tölvuskjái og fylgjast með þróun markaða í því augnamiði að græða sem mest fé. Betra er að vera hamingjusamur með minna fé en stressaður með mikið. EN þó vil ég segja eftirfarandi: Misskiptingin er áhyggjuefni. Ekki vegna þess að sumir eru orðnir ofsalega ríkir, heldur vegna þess hversu margir eru fátækir. Það er ekki ástæða til að fordæma há laun ef þeirra er réttlátlega aflað – sem er reyndar ekki alltaf raunin – heldur er meiri ástæða til að fordæma það að fátækt líðist í landinu. Þá fordæmingu skortir stundum og aðgerðir að sama skapi. Niðurstaðan er þessi: Ef enginn þarf að búa við skort og ef allir eiga jöfn tækifæri á því, ef þeir svo kjósa með mikilli vinnu og menntun að verða ríkir, þá er mér slétt sama um það í hversu mörgum heimsálfum sumir eiga hús. Nokkuð skortir hins vegar upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt. Innlent Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf. EINHVERJIR kunna að lesa úr þessari skilgreiningu ákveðið virðingarleysi gagnvart auðmönnum, líkt og ég telji auðsöfnun þeirra bera vitni um fíkn. Kannski er það of langt gengið, en þó ekki fjarri lagi. Einu sinni sá ég viðtal við auðmann. Hann var spurður hvað drifi hann áfram. Hvers vegna vildi hann alltaf meira? Átti hann ekki nóg? Hann svaraði með því að líkja sér við íþróttamann. Hann vildi alltaf stökkva hærra. Hlaupa hraðar. Á ákveðnu stigi hætta peningar að vera peningar. Venjulegt fólk notar peninga sem gjaldmiðil. Maður fær þá fyrir að gera eitthvað ákveðið. Og maður notar þá til þess að kaupa sér eitthvað ákveðið. Á vissu stigi auðsöfnunar hættir þetta að vera svona. Magn peninganna verður slíkt að tilvist þeirra er ekki lengur fyrst og fremst spurning um að geta keypt eitthvað – það er orðið aukaatriði – heldur eru peningarnir orðnir að tákni um vissa tegund af afmarkaðri velgengni. Sumir eru góðir í bridge. Aðrir eru góðir í að kaupa og selja. ÞETTA er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Í umræðu um ofurlaun forstjóranna undanfarið hafa margir hlaupið til og fordæmt misskiptingu auðsins. Launabilið er orðið tvöhundruðfalt. Nú er ég einn af þeim sem telja ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga skrilljón trilljónir, átta einkaþotur og fimmtíuogfimm sportbíla. Hver á að fara með alla þessa bíla í smurningu? Aukinheldur tel ég að það sé ekki eftirsóknarvert að sitja heima hjá sér með fimm tölvuskjái og fylgjast með þróun markaða í því augnamiði að græða sem mest fé. Betra er að vera hamingjusamur með minna fé en stressaður með mikið. EN þó vil ég segja eftirfarandi: Misskiptingin er áhyggjuefni. Ekki vegna þess að sumir eru orðnir ofsalega ríkir, heldur vegna þess hversu margir eru fátækir. Það er ekki ástæða til að fordæma há laun ef þeirra er réttlátlega aflað – sem er reyndar ekki alltaf raunin – heldur er meiri ástæða til að fordæma það að fátækt líðist í landinu. Þá fordæmingu skortir stundum og aðgerðir að sama skapi. Niðurstaðan er þessi: Ef enginn þarf að búa við skort og ef allir eiga jöfn tækifæri á því, ef þeir svo kjósa með mikilli vinnu og menntun að verða ríkir, þá er mér slétt sama um það í hversu mörgum heimsálfum sumir eiga hús. Nokkuð skortir hins vegar upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt.
Innlent Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?