Skattkerfið hætt að jafna tekjur fólks 11. ágúst 2006 08:00 Áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár, samkvæmt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Embætti hans hefur reiknað út ójöfnuð í tekjum Íslendinga. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Til að bera saman ójöfnuð í tekjum er notaður svokallaður Gini-stuðull. Hann er viðtekinn mælikvarði á ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt samkvæmt skattframtali. Árið 2005 var Gini-stuðull Íslands þrjátíu og átta miðað við heildartekjur, en þrjátíu og sex eftir skatta og bætur. Munurinn hefur aldrei verið minni. Eins og sjá má á súluritinu hefur dregið saman með ójöfnuði fyrir og eftir skatta frá 1996. Samkvæmt lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir Gini-stuðla í löndum heimsins er Ísland nú með ójöfnustu tekjuskiptingu í Evrópu ásamt Portúgal. Í grein Fréttablaðsins í síðustu viku kom fram að tekjuójöfnuður væri einn sá mesti í Evrópu en þá voru tölur fyrir árið 2005 ekki komnar. Nú er ljóst að Ísland er komið í efsta sætið ásamt Portúgal. Danmörk hefur minnstan tekjuójöfnuð í Evrópu, með Gini-stuðulinn tuttugu og fimm. „Eitt af hlutverkum skattkerfisins er að vera tekjujöfnunartæki og miðað við þessar tölur virðist skattkerfið ekki vera að virka sem skyldi,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Þetta er mjög slæm þróun. Við hjá BSRB höfum bent á að ójöfnuður hefur verið að aukast í þjóðfélaginu og það þarf að sporna við því með öllum tiltækum ráðum.“ Hún bendir á skattleysismörkin sem einn þátt í þessari þróun. „Það hefur margoft verið bent á þetta, meðal annars af okkur. Staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 og skattleysismörkin hafa setið eftir síðan þá. Á ráðstefnu hjá Landssambandi eldri borgara tóku allir undir þetta.“ Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár, samkvæmt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Embætti hans hefur reiknað út ójöfnuð í tekjum Íslendinga. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Til að bera saman ójöfnuð í tekjum er notaður svokallaður Gini-stuðull. Hann er viðtekinn mælikvarði á ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt samkvæmt skattframtali. Árið 2005 var Gini-stuðull Íslands þrjátíu og átta miðað við heildartekjur, en þrjátíu og sex eftir skatta og bætur. Munurinn hefur aldrei verið minni. Eins og sjá má á súluritinu hefur dregið saman með ójöfnuði fyrir og eftir skatta frá 1996. Samkvæmt lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir Gini-stuðla í löndum heimsins er Ísland nú með ójöfnustu tekjuskiptingu í Evrópu ásamt Portúgal. Í grein Fréttablaðsins í síðustu viku kom fram að tekjuójöfnuður væri einn sá mesti í Evrópu en þá voru tölur fyrir árið 2005 ekki komnar. Nú er ljóst að Ísland er komið í efsta sætið ásamt Portúgal. Danmörk hefur minnstan tekjuójöfnuð í Evrópu, með Gini-stuðulinn tuttugu og fimm. „Eitt af hlutverkum skattkerfisins er að vera tekjujöfnunartæki og miðað við þessar tölur virðist skattkerfið ekki vera að virka sem skyldi,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Þetta er mjög slæm þróun. Við hjá BSRB höfum bent á að ójöfnuður hefur verið að aukast í þjóðfélaginu og það þarf að sporna við því með öllum tiltækum ráðum.“ Hún bendir á skattleysismörkin sem einn þátt í þessari þróun. „Það hefur margoft verið bent á þetta, meðal annars af okkur. Staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 og skattleysismörkin hafa setið eftir síðan þá. Á ráðstefnu hjá Landssambandi eldri borgara tóku allir undir þetta.“
Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira