Innlent

Herbergi leigð á 35 þúsund

húsnæðismál Leiguverð tveggja herbergja íbúða hefur hækkað um 10-20 þúsund krónur frá í fyrra.
húsnæðismál Leiguverð tveggja herbergja íbúða hefur hækkað um 10-20 þúsund krónur frá í fyrra.

Leiguverð tveggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10-20 þúsund krónur að meðaltali frá í fyrra, að sögn Elísabetar Björgvinsdóttur, sölumanns hjá Fasteignamiðluninni Ársölum. „Meðal­leiguverð tveggja herbergja íbúða nú er 70 þúsund krónur á mánuði en í fyrra var meðalverðið 50-60 þúsund krónur.“

Elísabet segir eftirspurn eftir leiguhúsnæði meira en framboð og að mest ásókn sé eftir minni íbúðum og herbergjum. „Núna bíða þrjátíu manns hjá okkur eftir leiguhúsnæði og daglega berast okkur fyrirspurnir.“

Hanna María Jónsdóttir, rekstrar­stjóri Stúdentamiðlunar Háskóla Íslands, tekur í sama streng og Elísabet og segir verð á leiguhúsnæði umtalsvert hærra en í fyrra.

Á vefsíðu Stúdentamiðlunarinnar voru ellefu íbúðir auglýstar til leigu í gær og var ódýrast að taka sextán fermetra herbergi á leigu en uppsett leiguverð fyrir það var 35 þúsund krónur á mánuði. Uppsett leiga á 76 fermetra húsnæði var 95 þúsund krónur á mánuði og á 60 fermetra íbúð var uppsett verð 85 þúsund krónur.

Hanna María segist finna fyrir því að erlendir stúdentar hafi ekki möguleika á að borga svo háa leigu og eru margir þeirra í leit að meðleigjanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×