Innlent

Hættulegar flísar valda slysum

Útiklefi í Salalaug Flísar á gólfi útiklefans verða mjög hálar en stefnt er að því að skipta þeim út.
Útiklefi í Salalaug Flísar á gólfi útiklefans verða mjög hálar en stefnt er að því að skipta þeim út. MYND/Vilhelm

Flísar í útiklefa Salalaugar í Kópavogi hafa valdið óhöppum, þar sem viðnám er ekki nægilegt og þær verða hálar. Stefnt er að því að skipta um flísar á næstu vikum.

„Þetta er stórhættulegt og það eru flestallir óánægðir með fráganginn sem nota útiklefana í lauginni. Félagi minn datt þarna og fékk gat á hausinn og ég þekki fleiri dæmi um óhöpp,“ segir Jón Aðalsteinsson, sundlaugargestur í Kópavogi. Hann segir að fólk haldi sér í veggi til að detta ekki. Laugin var tekin í notkun síðasta sumar.

„Þetta kom í ljós við opnun laugarinnar og við brugðumst strax við með því að setja sérstakt hálkuvarnarefni á flísarnar,“ segir Guðmundur Harðarson, forstöðumaður laugarinnar. Hann segir að aðvörunum hafi verið komið fyrir við klefann og að allt sé gert til að tryggja öryggi sundlaugargesta. Hafist verði handa við að skipta um flísar í klefanum á næstu vikum.

Þangað til verða sundlaugargestir að ganga varlega um útiklefana til að hrasa ekki á hálu gólfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×